fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sigga Dögg um mýturnar um kynlíf – ,,Enginn ber ábyrgð á fullnægingum bólfélaga“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 3. september 2022 19:14

Sigga Dögg kynfræðingur Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Stærsta málið er kynlöngunardæmið, önnur manneskjan vill meira og hin minna, og þetta er alveg óháð kynhneigð eða kynjasamsetningu. Það veldur oft mikilli togstreitu, mun meiri en ,,maki minn er kinkí en ekki ég,” segir Sigga Dögg aðspurð um hvað liggi helst á landanum varðandi kynlíf. 

 ,,Kynlöngun og hugmyndir okkar um hana eru stóra málið.”

,,Þetta snýr að stóra kynlífshandritinu okkar.  Hvernig höldum við að kynlíf eigi að vera? Hvað er gott kynlíf? Hvernig á okkur að líða í kynlífinu? Þegar maður fer að pota í þessar hugmyndabólur fólks koma í ljós allir hlutirnir sem fólk hefur aldrei pælt í.” 

Ekkert simsalabimm

Ein afar algeng ranghugmynd að sögn Siggu Daggar er að ,góður” bólfélagi fullnægi annarri manneskju. 

,,Að ég beri ábyrgð á fullnægingu bólfélagans og fá hann ekki fullnægingu skrifist það á mig. Það er mýta sem er erfitt að vinna með því hún er svo rótgróin. Það er reyndar fullt af þeim en flestar eru þær eins og blöðrur sem auðvelt er að stinga á. En þetta er frekar eins og jógabolti og maður þarf að segja sömu hlutina aftur og aftur til að fólk taki þetta til sín. 

Það brýtur líka niður sjálfsmynd margra að telja sig bera ábyrgð á að bólfélaginn fái ekki fullnægingu, eða nógu góða fullnægingu eða nógu margar eða sterkar fullnægingar. Að þá sértu bara ekki nógu góður pappír?

Þetta er rosalegt ábyrgðarleysi. Hvernig á einhver annar að vita hvernig þinn líkami virkar og vera einhver töframaður sem segi simsalabimm og þá komi fullnæging?” 

Verði þér að því

Sigga Dögg segir stundum bara erfitt að fá fullnægingu. ,,Öll kyn lenda í því en á þá bólfélaginn að fara á hliðina? Þá er verið að senda fólk í bullandi vörn og þann slag er ekki hægt að vinna. Þetta er eitthvað sem margir átta sig ekki á og truflar oft mikið.”

Sigga Dögg segir af og frá að slíkar mýtur pirri sig, fólk geti verið nákvæmlega eins og það vill. 

,,Ef þú vilt ríghalda í eitthvað sem þú vilt í raun ekki eða þjónar ekki þínum hagsmunum þá verði þér að því. Þetta er eins og hver önnur óhollusta sem fólk venur sig á, ef það vill engu breyta þá nær það ekki lengra. Ég reyni þó, veiti af minni bestu þekkingu, en það einstaklinganna sjálfra að meðtaka hana og vinna með hana. 

Ég gef ráðin, af fullri virðingu og kærleika, en svo undir þér hvað þú gerir við hana og þar liggur vinnan.” 

Sigga Dögg kynfræðingur

Eitthvað verður að breytast

Sigga Dögg segir vanþekkingu á kynlífi megi rekja til skorts á fræðslu í skólum. 

,,Það þarf að samhæfa kennsluna, kenna oftar og hafa efnið fjölbreyttara. Það þarf að þjálfa og styðja við kennara, gefa þessu tíma og hafa gott kennsluefni. Fræðslan hefur ekki haldið í við tækniþróunina, netið og allt sem því fylgir. Og þegar við erum með hverja kynslóðina á fætur annarri sem við grípum ekki breytist ekki neitt.”

Hún hvetur einnig foreldra til að tala við börn sín. ,,En því miður hafa foreldrarnir oft ekki verkfærin í að taka slík samtöl.  Fólk á meira að segja erfitt með að tala við maka sína og óttast oft að tala við börnin.”

Hún segir að með samtali eigi hún ekki við fyrirlestra yfir krökkunum.

,,Látið líffræðina í friði. Ég hef skrifað bók um píkuna og er með netnámskeið fyrir foreldra um hvernig þau geti talað við börn um kynlíf. Það er bara að að láta börnin vita að þú sért fordómalaus og að þau hafi aðgengi að þér í kærleika og mýkt. Að þau viti að þú þolir allt sem þau hafa að segja. Þá er hálfur sigur unninn. “

Enn ein skúffuskýrslan? 

Sigga Dögg segir fátt muni breytast fyrr en farið verið að taka heildrænt á málum.

Ásamt Sólborgu Guðbrandsdóttur skilaði hún inn skýrslu með tillögum um úrbætur í kynfræðslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í fyrra. 

,,Ég gat nú ekki annað en hugsað hvað það væri gaman að koma frá sér enn einni skúffuskýrslunni. Ég held að þetta hafi verið fjórða ráðuneytið sem ég vinn skýrslu fyrir. Alltaf fjör og alltaf partí að vinna launalaus reglulega fyrir ríkið. Yndislegt alveg. En það á víst eitthvað að kíkja betur á þessa skýrslu svo þetta er æsispennandi. Verður kannski eitthvað gert núna?

En maður má ekki vera pirraður eða taka þessu sem ósigri því þá gefst maður upp og ég nenni ekki að gefast upp.” 

Hún segist bíða pollróleg á kantinum, alltaf megi hóa í hana þegar komi vilji til breytinga. 

,,Ég vil líka framleiða eins mikið af efni og mögulegt er til að tryggja að það sé til nóg af efni. Það er nefnilega hellingur til en það þarf viljann til að nota það. Þetta er eins og þegar að börnin manns opna ísskápinn og væla yfir að ekkert sé til að borða. Það þarf bara að kenna þeim að nota hráefnin.” 

Á morgun verður ítarlegt helgarviðtal DV við Siggu Dögg. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“