fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Enn er deilt um frægustu draugamynd allra tíma – Hver er sannleikurinn að baki kirkjudraugnum?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 23. september 2022 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1963 var sóknarpresturinn í Newby kirkjunni í Yorkshire á Bretlandi að taka myndir af kirkjuskipinu sem hann hafði alltaf dáðst að.

En þegar að presturinn framkallaði filmuna sá hann meira en hann átti von á. 

Á myndinni má sjá hálfgagnsæja veru á fyrsta þrepi altarisins. Samt sem áður gnæfir veran yfir altarið, klædd skósíðri svartri skikkju. Sé hæð verunnar reiknuð út er hún rúmlega 2,7 metrar á hæð.

Engar hendur er að sjá og eitthvað sem líkist hvítri grímu hylur andlitið, aðeins sjást tveir svartir hringir á augastað en hvorki nef né munnur. Veran horfir beint á myndavélina.

Allir töldu um gabb að ræða

Sér Lord skildi hvorki upp né niður enda þess handviss að hafa verið einn í kirkjunni þegar myndin var tekin. Kirkjan hafði heldur aldrei verið tengd við yfirnáttúrulega atburði á við draugagang.

Þegar að presturinn sýndi fólki myndina trúði honum varla nokkur maður og voru flestir á því að myndin væri gabb, tekin með tvöfaldri lýsingu. Einna erfiðast var þó að skýra hæð verunnar sem sumir sögðu þó einfaldlega standa uppi á kassa.

Talin ófölsuð

Guðsmaðurinn var ekki sáttur, kvaðst vera strangheiðarlegur maður og kæmi honum aldrei til hugar að standa að svona barnalegu plati. Myndin var á endanum send til ljósmyndasérfræðinga sem komust að þeirri niðurstöðu að myndin væri ósvikin.

Draugurinn í Newby kirkjunni varð á örskotsstund frægasta draugamynd heim og var lagt allt kapp á að finna út hver hann væri. Eða hefði verið kannski frekar.

Margir telja að um sé að ræða munk sem bjó í nálægu klaustri á 16. öld. Sögur segja að sá hafi verið holdsveikur og því hulið andlit sitt með hvítum klút.

Enn deilt

Fjöldi manna hefur hefur ráðist í að endurgera myndina, oftar en ekki með ágætis árangri. Svo virðist sem ekki þurfa mikla ljósmyndakunnáttu til að falsa myndina.

En á móti kemur að erfitt hefur reynst að finna ástæðu fyrir af hverju hinn hlédrægi prestur tók upp á ljósmyndafölsun á efri árum auk þess sem fjöldi sérfræðinga á sjöunda áratugnum sór fyrir réttmæti myndarinnar.

Enn eru líflegar deilur um málið, ekki síst á fjölmörgum spjallrásum internetsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Eldjárn og Linda hætt saman

Ari Eldjárn og Linda hætt saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin