fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Fókus
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 12:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Lúthersson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður, ætlar sér að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Auður hleypur í minningu vinar síns sem féll fyrir eigin hendi

„Ég hleyp í minningu Orra Ómarssonar vinar míns sem féll fyrir eigin hendi. Hann skildi eftir sig mikla sorg sem ég hef fylgst með fjölskyldu hans umbreyta í stuðning við aðra aðstandendur sjálfsvíga og forvarnarstarf fyrir ungt fólk,“ segir Auðunn á styrktarsíðu maraþonsins. „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið.“

Auðunn hefur safnað 153 þúsund krónum þegar þessi frétt er skrifuð en fjárhæðin sem hann safnar mun renna í Minningarsjóð Orra Ómarssonar. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Orra Ómarsson sem tók eigið líf þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Þegar hann lést var hann við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og spilaði knattspyrnu með FH.

„Markmið sjóðsins er að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum og stuðningi við aðstandendur sem missa ástvin á þennan hátt. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að styrkja með fjárframlögum verkefni sem styðja við markmiðin. Sjóðurinn í samvinnu við önnur félög og stofnanir þ.e Rauða krossinn, Heilsugæslurnar, Pieta, Geðhjálp, Sorgarmiðstöð, Landspítala, Þjóðkirkjuna og Embætti landlæknis vill stuðla að ábyrgri umræðu um sjálfsvíg, vinna að forvörnum, benda á úrræði fyrir þá sem upplifa sálarkvöl og auka umræðu um mikilvægi þess að styðja við aðstandendur sem missa nákominn fyrir eigin hendi,“ segir í lýsingu á minningarsjóðnum.

Á meðal verkefna sem Minningarsjóður Orra Ómarssonar hefur styrkt er gerð vefsíðunnar sjalfsvig.is og útgáfu og prentun á Ástvinamissir vegna sjálfsvígs, handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.

Þá lét sjóðurinn lét þýða og gaf svo út Þrá eftir frelsi, leiðarvísi fyrir aðstandendur eftir sjálfsvíg en leiðarvísirinn er bæði aðgengilegur sem bók og á Storytel. Einnig styrkti sjóðurinn útgáfu bókarinnar Ástvinamissir sem aðgengileg er á Storytel. Ásamt þessu hefur sjóðurinn styrkt verkefni eins og forvarnarmyndina Þögul tár og gerð bókarinnar Tómið.

„Orri var tíu sinnum betri en ég í fótbolta og handbolta svo ég mun leggja mig allan fram við að heiðra minningu hans, keppnisskapið og það góða starf sem Minningarsjóðurinn og Sorgarmiðstöðin hafa unnið. Orri, þetta er fyrir þig!“ segir Auðunn.

Hægt er að styrkja Auðunn hér á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum