fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fókus

„Ég var alltaf hrædd um líf mitt, ég var alltaf hrædd um hvað mamma myndi gera“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. júlí 2022 11:59

Sigríður Gísladóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Gísladóttir er stofnandi Okkar heims, sem er úrræði fyrir börn foreldra með geðrænan vanda og hefur hún nýtt eigin reynslu í mótun úrræðisins.

Hún opnar sig um æskuna og veikindi móður sinnar í útvarpsþættinum Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur á Rás 1.

„Veikindi móður minnar lýstu sér í miklum ranghugmyndum og engri innsýn. Þannig að mjög lengi trúði ég því að hún væri ekki veik, því hún trúði því sjálf,“ segir hún í þættinum.

„Ég var orðin líklegast 9-10 ára þegar ég áttaði mig á því að hún væri veik. Það er líka mjög ruglandi. Ég man eftir mér mjög ungri inni í þessum ranghugmyndum þar sem við mamma vorum að fela okkur fyrir einhverju hættulegu fólki, eða einhver sem var jafnaldri minn átti að vera eitthvað. Það er svo flókið fyrir barn að vera í þessum aðstæðum […] og erfitt að leiðrétta það ef það er ekki gert á staðnum. Svo er maður orðinn fullorðinn og sér heiminn mjög skringilega.“

Faðir hennar fékk forræðið

Sigríður er yngst af fjórum systkinum og foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára. „Þá hófst þriggja ára forræðisdeila þar sem við fengum ekki að hitta föður minn. [Það] endaði með því að hann fékk forræði yfir okkur fjórum – sem var mjög merkilegt á þessum tíma – þetta var árið 1998 og að faðir fengi forræði yfir fjórum börnum var varla eitthvað sem gerðist,“ segir hún.

Sigríður segir að móðir hennar hafi verið mjög veik á þessum tíma og var í kjölfarið nauðungarvistuð á geðdeild.

„Þá var hún rosalega veik, við [systkinin] búin að vera inni á heimilinu í þrjú ár og í rauninni enginn var enginn að berjast fyrir okkur nema pabbi. Það var enginn utanaðkomandi, eins og á þessum tíma var mamma dagmóðir og við vorum öll í sama grunnskóla. Það var enginn sem kom inn á heimilið og gerði neitt eða sá eitthvað athugunarvert,“ segir hún.

Sigríður veltir fyrir sér af hverju heimilisaðstæður hjá móður hennar voru aldrei skoðaðar á meðan forræðisdeilan stóð yfir.

„Þegar faðir okkar sagði að hún væri veik og að það þyrfti að koma okkur út af heimilinu þá var enginn sem kom til að athuga það. En sem betur fer fékk hann forræðið og við fluttum til hans. Ég var hjá honum í nokkur ár, á meðan mamma fór í endurhæfingu og byggði upp líf sitt aftur.“

Sigríður Gísladóttir. Mynd/Valli

Vildi vera hjá mömmu sinni

Sigríður segir að hún hefði upplifað mikla þrá eftir að búa hjá móður sinni. „Þetta er mamma mín og ég elskaði hana svo ótrúlega mikið og ég vissi að hún þurfti á mér að halda. Ég hugsa þetta hafi verið sambland af ótrúlegri ást til móður minnar og meðvirkni. Mér leið svo vel hjá pabba, elskaði hann mikið og fann fyrir öryggi, en hann þurfti mig ekki – mamma þurfti mig,“ segir Sigríður.

Hún flutti aftur til móður sinnar þegar hún var tólf ára, en systkini hennar voru eftir hjá föður hennar. Heilsu móður hennar fór að hraka og var Sigríður farin að mæta mjög illa í skóla til að hjálpa mömmu sinni að sinna börnunum sem voru hjá henni í dagvistun. Móðir hennar missti að lokum starfsleyfið og segir Sigríður að Barnavernd hefði tekið börnin en skilið hana eftir. Hún segir einnig að enginn í skólanum hefði gert athugasemd við lélega mætingu.

„Ég var kannski ekki búin að mæta í skólann í fjórar vikur, auðvitað er eitthvað athugunarvert við það […] Það var aldrei neitt samtal, aldrei neitt athugað,“ segir hún.

Var alltaf á verði

Sigríður segir að móðir hennar hafi beitt hana ofbeldi og hún var mjög hrædd við hana.

„Ég læsti alltaf herberginu mínu á nóttunni, næturnar voru svo erfiðar. Mamma var að gera alls konar hluti og ég var mjög hrædd. Þannig ég var stanslaust í „fight or flight“, bara alltaf. Ég var alltaf hrædd um líf mitt, ég var alltaf hrædd um hvað mamma myndi gera,“ segir hún.

„Það er mjög flókið að elska einhvern svona mikið eins og ég gerði – og vilja berjast fyrir einhvern – á sama tíma og veikindi hennar gerðu það að verkum að hún var mjög vond við mig. Það er líka mjög erfitt að mótast í þannig umhverfi; að einhver sem maður trúir að elski mann sé að beita mann ofbeldi.“

Móðir hennar var nauðungavistuð aftur á geðdeild þegar Sigríður var sautján ára. Hún segir að það hefði verið mikill léttir að losna undan hlutverki ummönnunaraðilans, sem hún hafði verið í undanfarin fimm ár. Á þessum tíma var Sigríður sjálf orðin sjúklingur og þurfti að leita sér hjálpar við átröskun.

Hún ræðir um veikindi móður sinnar og sín og viðtalið í heild sinni á RÚV.

Opnaði sig fyrst í fyrra

Sigríður steig fyrst fram og opnaði sig um veikindi móður sinnar í desember í fyrra í einlægu viðtali við Fréttablaðið. Þar ræddi hún um tónlistarmyndböndin sem móðir hennar hóf að birta á YouTube og athyglina sem hún fékk í kjölfarið.

„Kannski var ég enn að reyna að fela að hún væri veik – en þarna missti ég endanlega tökin á að passa hana. Myndböndin eru birtingarmynd veikinda hennar og það er rosalega sárt að þau séu fyrir allra augum. Á sama tíma er hún ekki að skaða neinn og þetta er það sem veitir henni ánægju. Ég er því ekki ósátt við hana heldur hvernig margir í samfélaginu hafa tekið á móti því, sem hefur verið sárt.“

Sagði Sigríður á sínum tíma.

Sjá seinnig: „Þetta eru oft landsþekktir karlar sem eru að hlæja að henni og birta af því myndbönd“

Hér er hægt að skoða vefsíðu Okkar heimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum