fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Yfirgaf myndverið þegar hann sá nakta konu í fyrsta skipti – Ennþá hreinn sveinn í dag

Fókus
Föstudaginn 1. júlí 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppandi raunveruleikaþáttarins „Naked Attraction“ var fyrsti keppandinn til að yfirgefa myndverið í sögu þáttanna í nóvember 2020. Hann hafði aldrei áður séð nakta konu og þótti yfirþyrmandi að sjá sex naktar konur standa fyrir framan sig.

Þátturinn er sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Í stuttu máli gengur þátturinn út á að það eru sjö keppendur. Einn er fullklæddur og hinir sex eru naktir. Nöktu keppendurnir eru í eins konar klefa og klæddi keppandinn fær bara að sjá hluta af líkamanum, fyrst fær hann að sjá fætur og kynfæri, hann velur síðan hvaða keppendur komast áfram í næstu umferð og þá fær hann að sjá aðeins meira af líkömum þeirra. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til aðeins tveir naktir keppendur standa eftir. Þá þarf hann sjálfur að afklæðast og velur með hverjum hann langar á stefnumót. Þau fara þó fullklædd á stefnumótið.

Þegar þátturinn kom út var Brian 23 ára hreinn sveinn og honum þótti upplifunin ansi yfirþyrmandi. Þáttinn má sjá hér.

Nú eru tvö ár liðin en Brian er ennþá hreinn sveinn. Hann greinir frá því í viðtali við Daily Star.

„Ekkert hefur breyst, ég er ennþá hreinn sveinn og það er í góðu lagi,“ segir hann.

„Ég vil bara bíða og sjá hvað gerist og ég er nokkuð viss um að þetta muni að lokum gerast með réttu manneskjunni.“

Naked Attraction var ekki fyrsti raunveruleikaþátturinn sem Brian tók þátt í, hann hefur einnig komið fram í Dress to Impress og sótt um hjá Take Me Out.

Hann segir ástæðuna fyrir því vera til að auka sjálfsöryggi, en einnig finna ástina.

„Ég sótti um í þessum þáttum til að hafa gaman en aðallega til að finna ástina. Ég vildi upplifa eitthvað nýtt og taka áhættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa