fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Illugi segir að Elísabet drottning sé „VÍST“ ættuð úr Víðidalnum á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. júní 2022 17:04

Illugi og Elísabet drottning - Í bakgrunni má sjá Víðidal í Húnavatnssýslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem rithöfundurinn Illugi Jökulsson skrifar og birti á Stundinni rekur hann ættir Elísabetar Bretlandsdrottningar í tilefni þess að hún fagnar um þessar mundir 70 ára valdaafmæli. 

„Af þessu tilefni var einhvers staðar rifjuð upp í glensi sagan af því þegar Erlendur Einarsson forstjóri SÍS 1955-1986 lét eitt sinn útbúa ættartölu sem átti að sýna fram á frændsemi hans við Elísabetu en sá oflátungsháttur þótti harla fyndinn hér á landi. Frændsemin átti að vera gegnum Auðun skökul landnámsmann í Víðidal í Húnavatnssýslu.“

Illugi segir að sannleikurinn sé sá að ef mark er tekið á öllum þeim heimildum sem til eru um ættfræði drottningarinnar þá er umrædd ættfærsla rétt. Því næst tekur Illugi sig til og rekur ætt Elísabetar aftur í Víðidalinn. Athugið að hér er ekki farið með fleipur íslenskra ættfræðinörda. Allar ættfærslur til og með árinu 1000 eru samkvæmt nýjustu upplýsingum af Wikipediu, og ef það er eitthvað sem Wikipedia er góð í, þá eru það ættir „hefðarfólks“. Þið getið sjálf rakið ykkur á alfræðisíðunni aftur til ársins 1000,“ segir hann.

„Rétt er að vekja athygli á að í listanum hér á eftir eru innan sviga við nöfnin til 1700 valdatími konunga og drottninga, en eftir það eru í svigunum fæðingar- og dánarár eftir því sem best er vitað.“

Hér fyrir neðan má svo sjá ættarrakninguna:

Faðir Elísabetar var Georg 6. konungur Breta (1936-1952).

Faðir hans var Georg 5. konungur (1910-1936).

Faðir hans var Játvarður 7. konungur (1901-1910).

Móðir hans var Viktoría drottning (1837-1901).

Faðir hennar var Játvarður hertogi af Kent.

Faðir hans var Georg 3. konungur (1760-1820).

Faðir hans var Friðrik prins af Veils.

Faðir hans var Georg 2. konungur (1727-1760).

Faðir hans var Georg 1. konungur (1714-1727).

Faðir hans var Ernest Augustus hertogi af Hanover (f.1629-d.1698).

Faðir hans var Georg hertogi af Brúnsvík (1582-1641).

Faðir hans var Vilhjálmur hertogi af Brúnsvík (1535-1592).

Faðir hans var Ernest hertogi af Brúnsvík (1497-1546).

Faðir hans var Hinrik hertogi af Brúnsvík (1468-1532).

Faðir hans Ottó veglyndi hertogi af Brúnsvík (1439-1471).

Faðir hans var Friðrik guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1418-1478).

Faðir hans var Bernharður hertogi af Brúnsvík (1360-1434).

Faðir hans var Magnús „með hálskeðjuna“ hertogi af Brúnsvík (1324-1374).

Faðir hans var Magnús guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1304-1369).

Faðir hans var Albert feiti hertogi af Brúnsvík (1268-1318).

Faðir hans var Albert stóri hertogi af Brúnsvík (1236-1279).

Faðir hans var Ottó barn hertogi af Brúnsvík (1204-1252).

Faðir hans var Vilhjálmur lávarður af Luneburg (1184-1213).

Faðir hans var Hinrik ljón hertogi af Saxlandi (1130-1195).

Faðir hans var Hinrik drambláti hertogi af Bæjaralandi (1108-1139).

Móðir hans var Úlfhildur af Saxlandi (1072-1126).

Faðir hennar var Magnús hertogi af Saxlandi (1045-1106).

Móðir hans var Úlfhildur hin norska (1020-1071).

Faðir hennar var Ólafur digri Noregskonunugur (995-1030).

Móðir hans var Ásta Guðbrandsdóttir (975-1025).

Móðir hennar var Úlfhildur, væntanlega fædd um 950.

Móðir hennar var Þóra mosháls, væntanlega fædd um 920.

Faðir hennar var Auðun skökull, væntanlega fæddur um 860-870, ef hann var í rauninni til.

„Samkvæmt því þá ER Elísabet 2. Bretadrottning ættuð úr Víðidalnum“

Illugi segir að fátt sé vitað um Auðun skökul en í Landnámabók kemur fram að faðir hans hafi heitið Björn einhver og að sá hafi verið sonur Hunda-Steinars, jarls á Englandi, og Álöfar, dóttur Ragnars loðbrókar. „Ragnar loðbrók var þjóðsagnapersóna á Norðurlöndum, sem gerði hervirki á Englandi í upphafi víkingaaldar, en óvíst er hvort hann var tómur tilbúningur eða átti sér einhvers konar fyrirmynd,“ segir Illugi.

Þá segir hann að heimildirnar um ætt Elísabetar frá henni og til Ólafs digra séu „þokkalega“ áreiðanlegar. Heimildin um þrjá elstu ættliðina, frá móður Ástu Guðbrandsdóttur og til Auðuns skökuls, er þó einungis ein, Landnámabók sem talið er að hafi verið upphaflega skrifuð á fyrri hluta 12. aldar. „Auðun skökull fór til Íslands og nam Víðidal og bjó á Auðunarstöðum. […] Auðun skökull var faðir Þóru mosháls, móður Úlfhildar, móður Ástu, móður Óláfs konungs hins helga [eða digra],“ segir í þeirri bók.

„Samkvæmt ÞEIRRI EINU HEIMILD SEM TIL ER, þá var Ásta Guðbrandsdóttir ættuð úr Víðidal,“ segir Illugi svo í greininni. Hér verðum við að vísu að líta framhjá því að flestir seinni tíma fræðimenn telja heimildagildi Landnámu lítið, og jafnvel afar lítið, en það er sama: Þetta segir samt eina heimildin sem er til! Og samkvæmt því þá ER Elísabet 2. Bretadrottning ættuð úr Víðidalnum.“

Illugi segir að lokum að það sé auðvitað spurning hvort það leynist einhverjir maðkar á ættartrénu, hvort einhver hafi haldið framhjá einhverjum einhvern tíma í sögunni. „Hefur slíkt einhvern tíma gerst í þessum prúðu ættum fyrirfólksins? En það, eins og sagt er, er önnur saga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun