fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Chris Pratt rýfur loksins þögnina um umdeildu færsluna um eiginkonuna

Fókus
Miðvikudaginn 29. júní 2022 13:00

Chris Pratt, Anna Farris og Katherine Schwarzenegger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Chris Pratt tjáir sig í fyrsta skipti um umdeilda færslu sem hann skrifaði um eiginkonu sína, Kathrine Schwarzenegger, fyrir átta mánuðum.

Í nóvember 2021 birti Chris langa færslu á Instagram sem var tileinkuð eiginkonu hans. Hann meðal annars þakkaði henni fyrir að gefa honum „heilbrigða dóttur.“ Sú athugasemd var harðlega gagnrýnd og var hann sakaður um að vera ónærgætin í garð fyrrverandi eiginkonu sinnar, Önnu Faris. Þau eiga saman níu ára gamlan son sem fæddist sjö vikum fyrir tímann og hefur glímt við ýmis heilsuvandamál.

Chris ræddi um umdeildu athugasemdina í viðtali við Men‘s Health.

„Ég sagði eitthvað eins og: „Finndu einhvern sem horfir á þig eins og eiginkona mín horfir á mig.“ Og síðan var ég eitthvað að djóka í henni og sagði: „En ég elska þig: Ég er svo þakklátur fyrir eiginkonu mína – hún gaf mér fallega, heilbrigða dóttur.“ Og síðan komu út fullt af greinum sem sögðu: „Þetta er svo ósmekklegt. Ég trúi því ekki að Chris Pratt myndi þakka henni fyrir heilbrigða dóttur þegar fyrsta barnið hans var fyrirburi. Þetta er svo mikið skot á fyrrverandi eiginkonu hans,““ sagði hann.

„Þetta var ruglað. Ég hugsaði: „Sonur minn á eftir að sjá þetta einn daginn.“ Hann er níu ára gamall og þetta verður alltaf á netinu. Þetta virkilega truflaði mig. Ég fór að gráta út af þessu.“

Chris Pratt og Anna Faris voru gift frá 2009 til 2018. Þau eiga saman soninn, Jack. Hann giftist Katherine árið 2019 og eiga þau saman tvö börn – Lyla, fædd 2020, og Eloise, fædd 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta heita ryksugur Íslendinga

Þetta heita ryksugur Íslendinga
Fókus
Í gær

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“