Rachel Waters, 26 ára, hélt að eitthvað hefði komið fyrir kærasta hennar – hinn breska Paul Mage – þegar hann skilaði sér ekki heim eftir heimsókn til Norwich í Bretlandi. The Sun greinir frá.
Hún leitaði til Facebook samfélags Norwich og bað íbúa um aðstoð. Hún útskýrði að kærasti hennar hefði farið í heimsókn í heimabæj sinn í Norwich en „ætti að vera kominn heim núna.“
Rachel bjóst aldrei við svörunum sem hún fékk, en vinur mannsins skrifaði við færsluna og sagði að hann ætti konu og börn.
Málið vakti mikla athygli og ræddi Rachel við DailyMail um það og sagði að aðstæður hennar væru „óheppilegar“ en hún sé tilbúin að halda áfram með lífið.
Samkvæmt erlendum miðlum kynntust Rachel og Paul í Kína, þar sem þau bæði vinna. Vegna kórónuveirufaraldursins varð hann lengur í Kína en fyrirhugað var og byrjaði þá í sambandi með Rachel, sem taldi hann einhleypan á þeim tíma.
Rachel birti mynd af sér og Paul þegar hún lýsti eftir honum. „Ég er með skrýtna beiðni. Kærasti minn, Paul Magee, og ég bý í Shenzhen, Kína. Hann fór heim (Norwich) í byrjun apríl í heimsókn en ætti að vera kominn aftur til Kína núna. Hins vegar hef ég ekkert heyrt frá honum undanfarið og er byrjuð að hafa áhyggjur að eitthvað gerðist. Ef einhver veit eitthvað – vinsamlegast sendið mér skilaboð.“
„Þetta er ekki fyndið. Hann á eiginkonu og börn og ég vorkenni henni alveg svakalega núna,“ sagði vinurinn.
Rachel eyddi færslunni og hefur ekki tjáð sig meira um málið.
Eins og fyrr segir vakti málið gríðarlega athygli, sérstaklega í breskum fjölmiðlum. Vinur fjölskyldunnar ræddi við The Sun um málið og sagði að Paul og eiginkona hans hefðu verið aðskilin í tvö ár vegna faraldursins og voru ekki saman á þeim tíma.
„Hann kom nýlega til baka og þau ákváðu að láta á reyna aftur. Þau hafa verið í sundur en eiga börn,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að hann hefði ekki verið með þeim á sama tíma. Það virðist sem hann gleymdi að láta Rachel vita að sambandi þeirra væri lokið.