fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Vitni Amber fengu sviðið í dómsal í dag – „Ég var hrædd við hann“

Fókus
Miðvikudaginn 18. maí 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram heldur aðalmeðferðin í meiðyrðamáli sem leikarinn Johnny Depp hefur höfðað gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard, vegna greinar sem hún ritaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis. Depp telur ljóst af samhengi greinarinnar að þar sé hann sakaður um heimilisofbeldi, þó svo hann sé ekki nefndur á nafn.

Aðalmeðferð hefur nú staðið yfir vikum saman og er sýnt frá henni í beinni útsendingu. Í dag fékk Heard að leiða fram vitni sín í málinu sem lýstu samskiptum sínum við Depp og því sem þau höfðu heyrt og séð á meðan á hjónabandi leikaranna stóð.

Hún var að kalla eftir hjálp

Fyrst vitna var Raquel Pennington, fyrrum vinkona Heard, sem varði miklum tíma með leikurunum á meðan þau voru saman. Hún sagðist hafa veitt eftirtekt áverkum á Heard eftir meint ofbeldi Depp og sjálf orðið vitni að því hvernig Depp gat umturnast þegar hann var undir áhrifum eða þegar hann varð afbrýðisamur. Pennington sagði að Heard hafi oft þurft að nota förðunarvörur til að fela áverka eða marbletti. Hún neitaði því einnig að hafa hjálpað Heard að setja á svið átök í penthouse íbúð hjónanna, þ.e. að hafa látíð íbúðina líta út fyrir að þar hafi átök átt sér stað.

„Það var vín sem hafði verið sullað á ganginum. Það var dæld í útidyrahurðinni í einni íbúðinni og svo í annarri íbúð, þar sem við höfðum verið að undirbúa handverkasýningu mína, hafði skartgripum mínum og efnivið verið hent í vegginn.“

Pennington sagðist ekki sjálf hafa séð Depp ráðast á Heard en greindi frá tilviki þar sem hún hafi gengið inn á háværar deilur milli hjónanna.

„Hann var að öskra og hún var að kalla eftir hjálp og það hafði aldrei gerst áður, hún sagði hjálp, hjálpið mér.“

Pennington sagði að hún hafi gengið á milli og reynt að róa Depp niður.

Amber var stjörf

Næsta vitni var Joshua Drew, sem var unnusti Pennington á þessum tíma. Drew sagðist ítrekað hafa orðið vitni að því að Depp var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja og í þeim aðstæðum reiður. Hann lýsti einu skipti þar sem hann hafi heyrt Depp brjóta vínflöskur á ganginum.

„Hann kom inn, náði augnsambandi við mig strax og kom beint að mér, öskrandi, bölvandi og hrækjandi framan í mig. Ég gekk rólega í burtu.“

Drew sagði að hann hafi upplifað Depp ógnandi. Síðan hafi hann fundið Pennington og Heard og þær greint honum frá því að til átaka hafi komið milli þeirra og Depp.

Amber var stjörf, hún var tóm til augnanna og virtist alveg búin. Hún var eins og draugur.“

Hann slær mig í bakið

Næst til að bera vitni var yngri systir AmberWhitney Henriquez. Hún sagði að systir hennar hafi verið hamingjusöm, skemmtileg og lífsglöð en í gegnum sambandið við Depp hafi ljós hennar slökknað. Heard hafi verið hætt að sofa og farin að glíma við heilsubresti.

„Hún var bara um 50 kg þegar hún var rennandi blaut. Hún var vannærð, hún svaf ekki… hún bara leit öðruvísi út.“

Henriquez sagði Depp hafi farið að vera meira og meira stjórnsamur í gegnum sambandið. Hann hafi líka reynt að skipta sér að ferli hennar.

„Svo allt í einu var það vandamál að hún væri yfir höfuð að taka að sér verkefni eða mæta í áheyrnaprufur … það olli bara enn einu rifrildinu. Hann sagði hluti á borð við : „Ég skil ekki einu sinn hvers vegna hún þarf að vinna. Ég sé um hana. Ég sé um þig.“ þannig var hann orðinn, þarna undir lokinn, alfarið á móti því að hún væri að vinna.“

Henriquez sagði að edrú væri Depp dásamleg manneskja og gjafmildur. En hún hafi ítrekað orðið vitni að því hvernig hann var undir áhrifum, svo oft að hún missti töluna á því.

„Í hvert sinn sem þau tókust á eða rifust átti raftæki eftir að vera rústað. Maður gat gengið að því vísu að eitthvað yrði eyðilagt þegar þau tókust á.“

Hún sagði margar deilurnar hafa hafist á því að Heard fengi smáskilaboð. Á endanum hafi Heard verið bannað að vera með lykilorð inn á raftæki sín. Hún hafi ekki mátt hafa neitt einkalíf.

Depp hafi smánað Heard og lítilsvirt þegar hann var drukkinn. Hann hafi orðið reiður og stundum sagt andstyggilega og grimma hluti um konu sína. Henriquez var beðin um að koma með dæmi og þá nefndi hún að Depp hafi kallað Heard. „Slímuga hóru, signa druslu… bara hrottalega hlut á borð við þetta.“

Henriquez var viðstödd áðurnefnda ferð í lúxus hjólhýsagarðinn. Sagði hún að í hjólhýsinu sem Heard og Depp gistu í hafi virst sem sprengja hefði sprungið þar inni.

„Þar voru brotnir hlutir og allt á tjá og tundri. Þetta var svakaleg óreiða – eins og einhver hefði farið þar ránshendi.“

Henriquez segir að árið 2015 hafi hún orðið vitni að rifrildi milli systur sinnar og DeppHeard hafi vakið hana um miðja nótt og viðrað áhyggjur sínar af því að Depp væri henni ótrúr. Henriquez hafi þá farið til Depp og borið þetta undir hann. Þá hafi hann svarað: „Amber lét mig gera það… auðvitað er ég að halda framhjá.“

Þetta hafi orðið til þess að Depp og Heard fóru að rífast.

„Ég er í stiganum, sný bakinu að stiganum og þá hleypur Johnny upp tröppurnar. Og þarna snú ég að Amber. Hann kemur aftan að mér og slær mig í bakið… hann slær mig í bakið. Ég heyri Amber öskra: „Ekki fokking slá systur mína“

Síðan hafi Heard slegið til Depp og við það hafi Depp brjálast. Hann hafi farið að bölva og byrjar að brjóta hluti. Í kjölfarið hafi Depp beðið Henriquez að skrifa undir þöggunarsamning.

Hún segir samband Depp og systur hennar hafa verið flókið.

„Þau tókust á, þau byrjuðu aftur saman. Þau tókust á, þau elskuðu hvort annað, hötuðu hvort annað, elskuðu hvort annað.“

Ég var hrædd við hann

Næst til að bera vitni var Elizabeth Marz, kunningi Heard. Hún lýsti því að hún hafi heyrt öskur og hlutum hent eitt kvöldið. Aðspurð hvort hún hafi séð Depp vera ofbeldisfullan svaraði hún:

„Ég sá hann þetta kvöld, persónulega. Ég var hrædd við hann.“

Depp hafi augljóslega verið undir áhrifum og hafi verið ógnandi. Hún hafi því hlaupið burt og falið sig. Í kjölfarið hafi hún séð Heard með bólgið rautt andlit.

Földu áverkana fyrir viðtal

Næst bar vitni förðunarfræðingurinn Melanie Inglessi. Hún lýsti því hvernig hún aðstoðaði Heard við að fela marbletti og áverka árið 2015 áður en hún átti að koma fram í spjallþættinum The Late Late Show með James Corden.

Hún lýsti því hvernig þær þurftu að nota þykkar hyljara en vanalega og með ferskju undirtónum til að fela bláa marblettina.

„Þó Amber væri alltaf með rauðan varalit þá man ég að þetta kvöld gátum við ekki annað en notað mjög rauðan varalit til að fela áverkana á vörum hennar.“

Inglessi sagðist þó ekki sjálf hafa séð Depp beita Heard ofbeldi.

Mætti grátandi í leiklistartímana

Næst var Kristina Sexton sem var leiklistarkennari Heard á árunum 2010-2017. Hún sagðist hafa séð samband Depp og Heard umbreytast úr elskulegu og ástríðufullu yfir í dapurt. Með árunum hafi hún hitt Heard sjaldnar og sjaldnar og mætti Heard gjarnan grátandi til hennar.

„Ég myndi segja að seinust ár þeirra saman hafi líklega á bilinu 80-90 prósent tíma okkar byrjað þannig að hún var grátandi og það jókst með tímanum.“

Sexton var einnig með í lúxus hjólhýsagarðinum. „Ég fór snemma að sofa. Á meðan vinir mínir og ég vorum í hjólhýsi okkar heyrðum við rifrildi. Johnny öskrandi og svo læti.“

Daginn eftir hafi hún fundið Heard í hjólhýsinu sem hún deildi með Depp sem hafði verið lagt í rúst.

Johnny var þar að biðjast afsökunar á því sem hann gerði og sagði hann lífvörðum sínum og borga staðarhöldurum,“ vísaði Sexton þá til þess að leikarinn á að hafa greitt staðarhöldurum til að þegja yfir atvikinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk