fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Svarar fyrir þrálátan orðróm um að Trump-fjölskyldunni sé illa við unnustu Donald Trump Jr.

Fókus
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:59

Donald Trump Jr., Kimberly Guilfoyle, Ivanka og Eric Trump. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur sá orðrómur verið á kreiki um að Trump-fjölskyldunni sé illa við Kimberly Guilfoyle, unnustu Donald Trump Jr.

Eric Trump tekur fyrir það og segir í samtali við Page Six að honum þykir Kimberly frábær.

„Tilfinningin er sú að fjölskyldunni líkar illa við Kim. Hún er að reyna of mikið að vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði heimildarmaður við miðillinn.

En Eric segir þann aðila fara með rangt mál. „Ég er ósammála þessari staðhæfingu, mér finnst hún frábær,“ segir hann.

Kimberly Guilfoyle, Jared Kushner, Eric og Lara Trump.

Hver mætti og hver mætti ekki?

Um helgina héldu Donald Trump Jr. og Kimberly veislu á heimili sínu í Palm Beach. Samkvæmt Page Six var gestalistinn aðalumræðuefnið, hver hafi mætt og hver hafi ekki látið sjá sig. Það voru um 300 manns í veislunni.

Ivanka Trump og Jared Kushner mættu ekki en þeim var boðið. „Þau fengu boð en það var [Hvíldardagur Gyðinga]. Þau eiga gott samband, þetta er bara orðrómur.“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mætti á viðburðinn í hálftíma. Eric Trump og eiginkona hans, Lara, voru einnig meðal gesta.

„Ég er besti vinur Don og skemmti mér konunglega í þessari veislu,“ segir Eric.

Kjaftasögurnar um að það kalt væri á milli Trump-fjölskyldunnar og Kimberly fóru fyrst af stað fyrir um mánuði síðan, þegar Ivanka klippti hana úr mynd sem hún deildi á Instagram.

Sjá einnig: Segir þessa mynd frá Ivönku sanna að Trump-fjölskyldan sé „andstyggileg og harðbrjósta“

Don Jr. og Kim hafa verið saman síðan árið 2018, þau trúlofuðust þann 31. desember árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“