fbpx
Þriðjudagur 07.febrúar 2023
Fókus

Píka dagsins fram að jólum en typpin fá sviðsljósið í janúar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. desember 2022 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píka dagsins kom eins og stormsveipur í nóvember og hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðan þá.

Sigga Dögg kynfræðingur óskaði eftir píkumyndum 10. nóvember og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Samdægurs fékk hún fjölda píkumynda og byrjaði strax að birta fyrstu myndina á vefsíðu sinni. En hún hefur síðan þá skipt um vefslóð fyrir píku dagsins enda umferðin svo mikil. Hér er nýja slóðin.

Sigga Dögg fékk það mikið af myndum að það verður píka dagsins fram að jólum. En í janúar fá typpin að skína segir hún í samtali við DV.

Brjáluð traffík

Aðspurð hvort það sé ekki búin að vera brjáluð traffík á síðunni eftir að hún byrjaði að birta „Píku dagsins“ svarar Sigga Dögg játandi.

„Það eru enn að koma píkur, það er ennþá verið að senda mér nýjar myndir,“ segir hún.

„Ég mun birta mynd af píku dagsins allavega fram að jólum, en svo ætla ég að hleypa typpunum að í janúar.“

Það má því búast við að sjá myndir af „Typpi dagsins“ á nýju ári.

Saga fylgir hverri píkumynd

Það hafa birst 22 myndir og með hverri píkumynd fylgir smásaga frá eiganda hennar.

Hér eru nokkrar:

„Ég er 54 ára einstæð móðir ég hef alltaf verið með lítið sjálfstraust gagnvart líkama mínum en ég lærði að elska hann. Ég lærði það bara með árunum, ég fattaði að ég gat ekkert breytt henni og lærði þá hægt og rólega að elska hana.

Mig langar að vekja athygli á að allar píkur eru æðislegar,“ sagði eigandi píku dagsins þann 28. nóvember.

Píka dagsins þann 18. nóvember: „Vá, mér finnst fyrir það fyrsta þetta verkefni þitt alveg frábært.

Ég er 42 ára og hef fætt tvö stór börn svo hún hefur staðið sig vel. Mér finnst píkan mín bæði falleg og mögnuð, en sú tilfinning hefur aukist með árunum. Mig langaði að taka þátt til að sýna að mín píka er jafn eðlileg og annarra manna píkur.“

„Ég er 55 ára núdisti. Takk fyrir áhugavert framtak. Hér er mynd af minni píku eftir kynlíf með kærastanum mínum,“ sagði konan á bak við píku dagsins þann 13. nóvember.

„Mér þykir mjög vænt um mína píku. Hún er ofurnæm og gefandi. Hún lætur mig sofa betur og líða betur en allt í heiminum. Hún gerir mig graða og glaða. Ég er búin að gefa flestum líkamspörtum mínum nafn en píkan mín er einhvernveginn svo voldug að ekkert nafn passar við hana. Hún er ég og ég er hún og okkur þykir gaman að gera tilraunir sem þessa. Ég er 45 ára einhleyp móðir typpaeigenda,“ skrifar sú sem á píku dagsins 11. nóvember.

Sigga Dögg mun koma til með að láta vita á samfélagsmiðlum hvenær hún byrjar að safna typpamyndum.

Gaf út bók

Sigga Dögg var að gefa út Litlu bókina um blæðingar. Í bókinni er rætt um algengar mýtur um túr, farið yfir reynslusögur og hún svarar algengum spurningum um blæðingar og veitir hagnýt ráð.

Sjá einnig: „Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar
Fókus
Í gær

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús með verðlaunagarði

Einbýlishús með verðlaunagarði
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“