Tæplega 500 fermetra eign er til sölu á Siglufirði. Um er að ræða verslunar- og íbúðarhúsnæði við Suðurgötu í miðbænum og skiptist eignin í þrjú aðskilin verslunarrými á jarðhæð. Öll rýmin erum með sérinngang, lager aðstöðu, kaffistofu eða skrifstofu.
Eitt rýmið hefur verið notað sem jógastúdíó og annað sem tattústofa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Á fyrstu hæð er fjögurra herbergja íbúð, 147,5 fermetrar að stærð og á annarri hæð er fimm herbergja fullbúin penthouse íbúð sem er 120,7 fermetrar.
Ásett verð er 89,9 milljónir.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.