fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglukona sem rannsakar kynferðisbrot gegn börnum fer yfir reglurnar sem hún hefur sett börnunum sínum til að tryggja öryggi þeirra.

Terra Avilla sagði frá þessu í myndbandi á TikTok sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. News.au greinir frá.

Hún deilir reglulega efni á miðlinum tengdu starfinu undir nafninu The Girl Cop.

Terra á þrjú börn og sagði að það væru fimm hlutir sem börnin hennar fá ekki gera. Hún viðurkenndi að sumt af þessu gæti komið fólki á óvart en hún byggir reglurnar á margra ára reynslu sinni sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild, þar sem hún er sérhæfð í brotum gegn börnum.

Fá ekki að gista

Fyrsta reglan er sú að börnin fá ekki að gista hjá vinum sínum.

„Ég er reglulega gagnrýnd fyrir þessa reglu, en þú veist ekki hver verður þarna eða hver gæti komið þegar líður á kvöldið eða nóttina,“ sagði hún.

Bannar Snapchat

Börnin hennar fá ekki að nota samfélagsmiðlaforritið Snapchat. Hún sagði að forritið sé vinsælt hjá níðingum sem nota það til að hafa uppi á ungum fórnarlömbum.

Hún benti einnig á að Snapchat sé sérstaklega áhættusamt þar sem staðsetning notenda sé opinber og börn senda myndir – sem þau halda að eyðist sjálfkrafa – í gegnum forritið.

„Það kemur ekkert gott frá þessu forriti,“ sagði hún.

Neyðir börnin ekki til að knúsa og kyssa aðra

Hún neyðir aldrei börnin sín til að knúsa eða kyssa aðra, þar á meðal fjölskyldumeðlimi og vini. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir börn að skilja og vita að aðeins þau geti veitt samþykki fyrir líkamlegri snertingu.

„Ég veit að þetta hljómar harkalega en þetta er þeirra líkami og ef þau vilja ekki knúsa einhvern bless, þá eiga þau rétt á því að segja nei og setja mörk,“ sagði hún.

Engin leyndarmál

Terra segir að engin leyndarmál séu leyfð á heimilinu. „Það er mikill munur á því að halda einhverju leyndu eða koma einhverjum á óvart. Börn þurfa að læra að fullorðin manneskja ætti ekki að segja þeim að halda einhverju leyndu,“ sagði hún.

Engin gælunöfn

Að lokum leyfir Terra engin gælunöfn fyrir kynfæri heldur rétt líffræðileg heiti. Þannig sé það auðveldara að útskýra aðstæður fyrir yfirvöldum ef eitthvað kemur fyrir.

Myndbönd Terru hafa slegið í gegn og þakka margir foreldrar henni fyrir ráðin.

„Ég er barnalæknir og sérfræðingur í öryggi barna, og móðir, og ég er sammála öllu því sem þú sagðir,“ sagði einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar