fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hailey Bieber með risastóra blöðru í eggjastokk

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 14:29

LAS VEGAS, NV - MAY 20: Model Hailey Baldwin attends the 2018 Billboard Music Awards at MGM Grand Garden Arena on May 20, 2018 in Las Vegas, Nevada. (Photo by Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Hailey Bieber er aftur að kljást við heilsukvilla. Hún greindi frá því á Instagram í gær að hún sé með stóra blöðru á eggjastokk.

„Ég er með blöðru í eggjastokk á stærð við epli. Ég er ekki með endómetríósu eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni en ég hef fengið blöðrur á eggjastokk nokkrum sinnum og það er aldrei gaman.“

Hún greindi frá því að hún finni fyrir smá sársauka og ógleði og sé útþembd með túrverki og afar viðkvæm.

„Allavega … ég er viss um að mörg ykkar tengið mikið við þetta og skiljið. Við reddum þessu.“

Hailey hefur áður opnað sig um heilsukvilla sem hún hefur glímt við. Hún fékk svokallaða heilablóðþurrð (transient ischemic attack, líka kallað mini-heilablóðfall) fyrr á árinu.

Það kom í kjölfar þess að hún fékk lítinn blóðtappa sem ferðaðist alla leið upp í gat í hjarta sem hún fæddist með og þaðan upp í heila. Gatið í hjartanu var óþekkt þar til þá og var með auðveldum hætti hægt að loka því. Kallaði Hailey því tappann ákveðna heppni.

Eiginmaður hennar, Justin Bieber, hefur einnig glímt við heilsubrest og var í sumar greindur með Ramsay Hunt-heilkennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram