fbpx
Þriðjudagur 07.febrúar 2023
Fókus

Er þessi málverk bölvuð eða andsetin? – Draugagangur, dauðsföll og neyðaróp á næturnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 28. nóvember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að sum málverk séu andsetin eða bölvuð og upplifi listamennirnir og/eða eigendur verkanna ógæfu, sorg og jafnvel draugagang

Hér má sjá nokkur þeirra frægustu.The Hands Resist Him

Listamaðurinn Bill Stoneham málaði myndina árið 1972 og á hún að tákna tilfinningar hans til ættleiðingar hans. Myndin er oft sögð sú andsetnasta sem máluð hefur verið. Á myndinni má sjá fremur skelfilega dúkku við hlið drengs sem horfir beint fram. Að baki drengsins og dúkkunnar má sjá draugalegar hendur þrýstast upp á baki gleri.

Verkið var keypt af listagalleríi en áratug síðar hafði eigandi galleríisins látist, einnig þeir gagnrýnendur sem höfðu skrifað um verkið svo og maðurinn sem keypt hafði verkið. Öll höfðu dauðsföllin verið fremur ógeðfelld.

Myndin hvarf í nokkur ár en birtis mörgum árum síðar á eBay. En kaupandinn sagði farir sínar ekki sléttar. Sagði hann drenginn og dúkkuna á myndinni ásækja litla dóttur sína sem vaknaði nótt eftir nótt öskrandi og sagði þau vera í herbergi sínu að rífast og slást. Annar heimilismaður sór fyrir að drengurinn yfirgæfi verkið á næturnar er til að flýja dúkkuna, sem ávallt elti. Þau væru aftur á móti komin á sinn stað daginn eftir.

Sagðist hann meira að segja einu sinni hafa séð dúkkuna vafra um heimilið, með byssu í hönd, í leit að drengnum.

Myndin er læst inni í því galleríi sem nú á hana og er hvorki til sýnis né sölu.

The Anguished Man

Það er ekki vitað hver málaði verkið en sagan segir að málarinn hafa blandað eigin blóði í málninguna. Hann um hafa tekið eigið líf fljótlega eftir að klárað verkið. Sagt er að maðurinn gráti sárt á næturnar auk þess sem mun heyrast sársaukafullt væl í hundum og köttum.

Eigandinn, Sean Robinson, erfiði verkið eftir ömmu sína sem var logandi hrædd við málverkið og geymdi það í læstri kistu á háalofti sínu í aldarfjórðung.

Sean hengdi það aftur á móti upp á verk og hófust þá óútskýranleg öskur og grátur, hurðir opnuðust og skelltust aftur. Í ofanálag myndaðist oft þykkt lag þoku í kringum málverkið og náði Sean mörgum þessara atburða á upptök. Hann fylgdi því fótspor ömmu sinnar og læsti málverkið í kistu sem nú er geymd í læstu herbergi í kjallara á heimili hans.

Samantha King

Þetta fallega málveg af glaðlegri telpu er málað af Richard King að beiðni föður hennar, banarísks þingmanns. Málverkið hangir á vegg í Driskill hótelinu í Austin í Texas en stúlkan mun hafa látist þegar hún féll niður stiga á hótelinu.

Gestir kvarta yfir svima við að horfa á málverkið og margir hafa sagt telpuna vafra um ganga hótelsins á næturnar. Enn aðrir segja að sé nógu lengi horft á andlit Samöntu, breyti hún um svip. Sagan að baki málverkinu er vafasöm og líklegra er að um endurgerð af eldra verki sé ræða. En það breytir því ekki að margir gesta segjast aldrei hafa fundið fyrir annarri eins vanlíðan og við að horfa á málverkið.

The Dead Mother

Mörg verk norska málarns Edvard Munch eru dimm og jafnvel óþægileg áhorfs. Dána móðirin er ekki eitt af hans þekktustu en aftur á móti þeim persónulegustu. Sagt er að myndin síni dánarstund móður hans sem lést úr berklum.

Sagt er að augu stúlkunnar, full hryllings, fylgi hverju þeim skoðar verkið og sumir hafa sagst heyra stunur móðurinn svo skrjáfið í rúmfötum hennar.

Pogo the Clown

Fjöldamorðinginn John Wayne Gacy, sem hafði það sem áhugamál að skemmta börnum sem trúðurinn Pogo, málaði þessa sjálfsmynd í fangelsi áður en hann var tekinn af lífi árið 1994, sennilega 11 árum eftir að hann málaði verki. Gacy málaði reyndar um 2000 verk i fangelsi en Pogo er líklegast það þekktast. Tónlistarmaðurinn Nikki Stone keyptir verkið árið 2001 fyrir 3 þúsund dollara en sá strax eftir kaupunum. Nokkrum dögum síðar dó hundurinn hans og móðir hans greindist með banvænt krabbamein og kenndi hann myndinni um.

Vinur hans bauðst til að geyma myndina en fljótlega lést nágranni vinarins í hörmulegu bílslysi. Eftir það vildi sá ekki sjá myndina í sínum húsum og þar sem Nikki neitaði að taka við henni aftur fór hún á flakk.

Sagt er verkið hafi verið selt nú í haust á um 12 þúsund dollar. Nafna kaupanda var ekki gefið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf
Fókus
Í gær

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna tæklar vinsælasta dansinnn á netinu í dag – Er stríðsöxin grafin?

Madonna tæklar vinsælasta dansinnn á netinu í dag – Er stríðsöxin grafin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins