fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Hafði skipulagt bónorðið mánuðum saman – En öðruvísi fór en áætlað var

Fókus
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bradley Fox-Jones hafði skipulagt það um nokkra hríð að fara á skeljarnar og biðja kærasta síns, Joshua Barker. Átti þetta að gerast á fjögurra ára sambandsafmæli þeirra. En öðruvísi fór en áætlað var – en á besta veg þó.

Að sjálfsögðu hafði Bradley skipulagt að taka bónorðið upp á myndband. Þeir höfðu skellt sér til Krítar í sína fyrstu utanlandsferð saman og taldi Bradley þetta fullkomið tækifæri fyrir eftirminnilega trúlofun. Bradley ákvað að þetta myndi gerast á ströndinni þegar sólin væri að setjast enda afar rómantískt. Bradley sagði í samtali við fjölmiðla að fyrir stóru stundina hafi þeir skellt sér á barinn enda þurfti Bradley að róa taugarnar án þess að gefa nokkuð upp um það óvænta sem var í vændum fyrir kærastann. „Ég vissi að ég þyrfti þá [nokkra drykki] Ég var svo alltaf að bregða mér á salernið til að hringja í vini og fjölskyldu til að fá stuðning. Ég var mjög stressaður. Ég var búinn að æfa það að fara niður á eitt kné mánuðum saman.“

En svo þegar á hólminn var komið var það Joshua sem náði að vera á undan á skeljarnar.

„Þegar Joshua bað mín fékk ég áfall, það er kjánalegt að segja frá því en það eina sem ég náði að segja var – í alvöru?“

Á myndbandi af þessari stóru stund sést Joshua skella sér á skeljarnar og biðja Bradley. Bradley gerði svo slíkt hið sama á móti.

Eftir þetta áttu þeir dásamlegt frí saman.

 

 

@bradleyfoxjones Happiest day of our lives #doubleengagement #engagement #engaged #gay #greece #love #gayengaged ♬ original sound – iconic films

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“