fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Segir að Barbara Walters hafi notfært sér aðstöðu sína í „glæpsamlegu“ viðtali

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 14:07

Brooke Shields í frægu Calvin Klein herferðinni 1981. Til hægri: Barbara Walters.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Brooke Shields segir að sér hafi liðið eins og sjónvarpskonan Barbara Walters hafi „notfært sér aðstöðu“ sína þegar hún tók við viðtal við hana á unglingsárunum.

Leikkonan ræddi um þetta í spjallþætti Drew Barrymore síðastliðinn þriðjudag. Umrætt viðtal átti sér stað árið 1981, stuttu eftir að Brooke sat fyrir í frægu Calvin Klein gallabuxnaherferðinni.

„Hún spurði í hvaða stærð ég væri og bað mig um að standa upp,“ sagði Brooke, sem var fimmtán ára á þessum tíma.

„Og þegar ég stóð upp, þá var hún að bera sig saman við þessa litlu stelpu. Og ég hugsaði: „Þetta er rangt. Ég skil ekki hvað þetta er.“ En ég bara hagaði mér og brosti,“ sagði hún og bætti við að sér hafi liðið eins og „ég hafi verið notfærð á svo marga vegu.“

Brooke lýsti meðal annars viðtalinu sem „glæpsamlegu“ og sagði að ekki hafi verið um blaðamennsku að ræða.

„En síðan lærirðu að segja nei,“ sagði hún.

Rifjar upp annað viðtal

Hún rifjaði upp annað viðtal sem hún fór í þegar hún var í kringum tíu ára aldurinn.

„Þessi kona spurði mig að sömu spurningunni aftur og aftur,“ sagði Brooke, sem tók það fram að þetta hafi ekki verið Barbara Walters.

Brooke sagðist hafa sagt við umrædda konu: „Ég held að þú viljir ekki vita svar mitt, því þú heldur áfram að spyrja mig að sömu spurningunni. Þetta er svarið mitt og ég breyti því ekki þar sem þetta er minn sannleikur.“

Horfðu á viðtalið hjá Barböru Walters hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“
Fókus
Í gær

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra
Fókus
Í gær

Segir að það séu nýjar leikreglur á ástarlífsmarkaðnum – „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“

Segir að það séu nýjar leikreglur á ástarlífsmarkaðnum – „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mel B kallar James Corden mesta „skíthæl“ Hollywood

Mel B kallar James Corden mesta „skíthæl“ Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þrjú ár síðan Gummi Kíró bauð Línu Birgittu á fyrsta stefnumótið

Þrjú ár síðan Gummi Kíró bauð Línu Birgittu á fyrsta stefnumótið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunna leitaði viðurkenningar á röngum stöðum – Eldri menn nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin hennar

Sunna leitaði viðurkenningar á röngum stöðum – Eldri menn nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin hennar