fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

„Það eina sem ég vildi var sundbolur“

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 14:37

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Elísabet Bretlandsdrottning dó ákvað Meghan Markle að stöðva birtingar á hlaðvarpi sínu, Archetypes, í fjórar vikur. Talið hefur verið að það gæti hafa verið gert til að koma í veg fyrir að óþæginlegar upplýsingar um konungsfjölskylduna kæmu fram á meðan verið væri að syrgja drottninguna. Burtséð frá því hvort það sé hin raunverulega ástæða eða ekki þá kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu í dag.

Í upphafi þáttarins segir Meghan að hún hafi alltaf elskað að kynnast öðrum menningarheimum. Hún talar því um það þegar hún heimsótti kóreskt spa í fyrsta skipti með móður sinni þegar hún var á táningsaldri.

Meghan segir það hafa verið auðmýkjandi upplifun þar sem um hafi verið að ræða nektarspa. „Það var mjög auðmýkjandi fyrir stelpu sem var í miðjum kynþroska að fara inn í herbergi með konum á aldrinum 9 til 90 ára, allar að ganga um naktar og bíða eftir því að fá líkamsskrúbb á einu af borðunum sem voru öll þarna í röð. Það eina sem ég vildi var sundbolur,“ segir Meghan í þættinum.

Meghan segir svo að hún hafi að lokum komist yfir nektina og vandræðaleikann sem fylgdi henni. Þá fór hún ásamt móður sinni upp í annað herbergi þar sem þær fengu sér saman afar bragðgóðar núðlur.

Hlaðvarpsþátturinn sem kom út í dag fjallar um rasisma og staðalímyndir asískra kvenna. Fjölmiðlakonan Lisa Ling og grínistinn Margaret Cho voru gestir Meghan í þættinum. Ræddi Meghan við þær um ýmsar myndir sem ýttu undir neikvæðar staðalímyndir asískra kvenna. Hún nefndi sem dæmi Austin Powers in Goldmember og Kill Bill. Talað var um að asískar konur væru til að mynda kyngerðar í þessum og fleiri myndum.

„Þetta er búið að seytla inn í fullt af skemmtanaefni. En þessar eitruðu staðalímyndir kvenna af asískum uppruna, þær hverfa ekki þegar kreditlistinn rúllar niður skjáinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Eldjárn og Linda hætt saman

Ari Eldjárn og Linda hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin