fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Gigi lætur Kanye heyra það eftir viðbrögð hans við gagnrýni – „Þú ert eineltisseggur og brandari“

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanye West sýndi vörulínu sína Yeezy á tískusýningu í París í gær. Margir sem mættu á sýninguna skelltu sér í kjölfarið á samfélagsmiðla til að gagnrýna nýju línuna – ein þerra sem gagnrýndu fatnaðinn var blaðamaður Vogue, Gabriella KarefaJohnson.

Eftir að hún deildi pælingum sínum um vörulínuna brást Kanye ókvæða við. Hann deildi myndum af Gabriellu á Instagram hjá sér og gagnrýndi fatastíl hennar á móti.

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid ákvað að þarna hefði Kanye gengið of langt. Hún skrifaði:

„Þú vildir óska þess að þú hefðir snefil af gáfum hennar,“ skrifaði Gigi við Instagram færslu Kanye. „Þú hefur enga hugmynd haha. Ef það er í alvörunni tilgangur með eitthvað að draslinu þínu þá gæti hún verið eina manneskjan sem gæti komið þér til bjargar. Eins og „heiðurinn“ að hafa verið boðið á eina af sýningum þínum ætti að koma í veg fyrir að fólk megi deila skoðunum sínum? LOL. Þú ert eineltisseggur og brandari.“

Kanye hefur valdið þó nokkru fjaðrafoki fyrir að láta fyrirsætur ganga tískupall í París í bol með áletruninni „Hvít líf skipta máli“ en á bolnum mátti einnig finna mynd af Jóni Páli II páfa. Kanye klæddist sambærilegum bol sjálfur. Hann sagði fyrir sýninguna við áhorfendur: „Allir hér inni vita að ég er leiðtogi… þú getur ekki stýrt ér. Þetta er óstjórnanlegt ástand.“

Hvít líf skipta máli, eða White Lives Matter, er frasi sem er notaður af hvítum öfga þjóðernissinnum og á rætur að rekja til hreyfingar svartra í Bandaríkjunum til að berjast gegn öfgakenndu ofbeldi löggæsluyfirvalda í garð svartra einstaklinga í Bandaríkjunum. Margir stuðningsmanna fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, eru einnig hrifnir af þessum frasa.

Gabriella, sem er listrænn stjórnandi tímaritsins Garage og skrifar reglulega í Vogue, fordæmdi. þessa notkun Kanye á þessari fordómafullu setningu. Hún deildi mynd af fyrirsætu í bolnum og skrifaði með: „Hér kemur kjaftæðið. Ég er brjáluð…. er að reyna að ná utan um þetta.. óverjanleg framkoma.“

Hún sagðist þó einnig skilja hvað Kanye var að reyna að segja með bolunum – hann væri að reyna að sýna fram á dystópíska framtíðarsýn þar sem hvítir væru komnir í minnihluta. Hins vegar hafi þau skilaboð engan veginn komist til skila og þess í stað hafi bolirnir móðgað og væru þar að auki hættulegir og líklegir til að kynda undir ofbeldishegðun. Það væri hreinlega stórhættulegt að Kanye væri að gefa til kynna að hvít þjóðernishyggja væri í útrýmingarhættu og þetta útspil hans væri með öllu óafsakanlegt.

„Vinsamlegast reynið að skilja; þetta var óafsakanlegt. Bolirnir sem þessi maður fann upp, framleiddi og deildi með heiminum eru hreint ofbeldi. Það eru engar afsakanir. Það er engin list hér á ferð,“ skrifaði hún á Instagram.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“