fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

6 merki þess um að fólk sé að ljúga að þér samkvæmt sambandsráðgjafanum

Fókus
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Væri ekki stundum dásemdin ein að geta lesið hugsanir? Sérstaklega þegar maður er að taka fyrstu skrefin í tilhugalífinu með nýjum aðila. Þá væri oft gott að vita nákvæmlega hvað hinn aðilinn eða að hugsa eða hvort að hann sé að koma hreint og beint fram.

Sambandsráðgjafinn og sálfræðingurinn Georgina Barnett hefur nú deilt sex vísbendingum um að verið sé að ljúga að okkur. The Sun greinir frá.

Þurrar samræður

Þurrt „uppfyllingarefni“ í símasamræðum, getur að mati Georginu verið merki þess um að ekki sé verið fara með sannleikann.

„Ef fólk lýgur þá þarf það oft að kaupa sér auka tíma þar sem lygar krefjast mun meiri orku heldur en sannleikurinn. Þess vegna nýta lygarar oft stuttar þagnri í samræðum og koma með „umm“ og „þú veist“ því þeir eru að reyna að kaupa sér tíma til að semja lygina.

Þetta gildir einkum þegar samræðurnar eru búnar að vera opinskáar en svo skyndilega er gripið í uppfyllingarefni – það er rautt flagg um að þú sért að ræða við lygara í síma.“

Kyngingar og ræskingar

Georgina segir að kyngingar og ræskingar geti verið merki um lygi. Símtöl eru rauntíma samtöl ólíkt tölvupósti eða textaskilaboðum svo fólk hefur minni tíma til að semja svör sín. Þetta setur pressu á fólk sem á það til að framkalla líkamleg einkenni.

„Hálsinn verður þurr þar sem vökvinn fer í að kæla líkamann í formi svita – og heilinn framkallar berjast eða flýja viðbragðið sem gerir hálsinn enn þurrari. Þess vegna getur þú oft heyrt lygara ræskja sig eða kyngja fast – það er skýrt merki um að fólk sé að upplifa streitu.“

Löng svör

Lygarar trúa því gjarnan að lengri og ítarlegri svör séu meira sannfærandi en þau stuttu. Það er þó ekki svo. Oftast er sannleikurinn skýr og tæpitungulaust.

„Hugsaðu um muninn á lygara og þeim sem segir sannleika í vitnastúkunni – hreinskilnin krefst þess eina að rifja eitthvað upp á meðan óhreinskilni krefst þess að við semjum sannfærandi sögu.“

Georgina segir að lygin sé oft skreytt óþarfa málalengingum, krúsídúllum og óþarfa upplýsingum. Þess vegna beri að varast flókin svör við einföldum spurningum.

Áherslur

Georgina bendir á að talandinn geti líka komið upp um lygar. Þetta geti sést í tölvupósti og skilaboðum svo dæmi séu tekin – því þar eigi lygar oft til að einkennast af áherslum.

„Ímyndaðu þér að einhver sé að halda framhjá maka sínum, þá reyna þeir að beita ofbótum í málfari sínu og útskýringum í örvæntingarfullri tilraun til að villa um fyrir hinni manneskjunni, og eftir því sem lygarinn telur líklegra að honum sé ekki trúað – því meiri áherslur nota þeir.“

Óskýr svör

Georgina segir að óskýr eða óræð svör geta verið viðvörunarmerki sem gott er að vera vakandi fyrir.

„Hreinskilni er oftast tjáð í beinu og einföldu máli, en lygarar þurfa að útbúa sér yfirskin til að grípa til ef upp um lygina kemst og til þess beita þeir óræðum svörum á borð við „kannski“, „mögulega“, og hið klassíska „ég er ekki viss“ svo að þeir geti skýlt sér bak við það ef upp um þá kemst.“

Ofnota „Ég er að segja satt“

Síðast en ekki síst segir Georgina það viðvörunarmerki þegar fólk ofnotar orð eða setningar sem gefi til kynna að um sannleikann sé að ræða. Ég er að segja satt. Í alvörunni sko. Í fullri hreinskilni. Ég er ekki að ljúga.

„Þegar maður notar það við og við getur það verið merki um að eitthvað sé sagt í alvöru, en ef það er stöðugt notað sem áhersla í samræðum þá vaknar upp spurningin um hvers vegna þeir eru að leggja svona mikla áherslu á það. Lygarar vilja að þú trúir þeim strax svo þeir ofnota þessar setningar  í þeirri von að þú kaupir frekar það sem þeir eru að selja.“

Georgina segir að þetta eigi sérstaklega við þegar fólk hefur ekki einu sinni verið vænt um lygi – hvers vegna eru þeir að leggja svona mikla áherslu á að þeir séu að segja satt, ef enginn er að rengja það?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Í gær

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar
Fókus
Í gær

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“