fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Fókus
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 21:00

Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Mynd/Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fegurðardrottningin og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er stödd á landinu um þessar mundir en hún hefur verið erlendis bróðurpartinn af nýliðnu ári. Hún ferðaðist meðal annars um Tyrkland og var síðast í Miami áður en hún kom til Íslands og er ferðinni næst heitið til Manchester í Bretlandi.

Tanja Ýr varði áramótunum í Fort Lauderdale í Flórída með vinum og dularfullum breskum sjarmör, Ryan, sem kom með henni til landsins.

Tanja Ýr og Ryan um áramótin. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi fegurðardrottningin hefur ekki birt myndir af þeim saman en það hefur sést saman til þeirra í Story á Instagram. Vinur hennar, tískuáhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Stefán John Turner, birti myndir frá ferðalagi þeirra um landið og virtust þau skemmta sér konunglega.

Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

Tanja Ýr hefur getið sér gott orð í viðskiptaheiminum undanfarin ár. Hún á og rekur Tanja Yr Cosmetics og er annar eigandi Glamista hair. Hún var áður í sambandi með frumkvöðlinum Agli Fannari Halldórssyni, sem er annar eigandi Gorilla vöruhús og Wake Up Reykjavík en greint var frá sambandsslitum þeirra í haust. Bæði njóta mikilla vinsælda á Instagram.

Sjá einnig: Tanja og Egill eru hætt saman – Orðrómurinn síðan í sumar orðinn að veruleika

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur á áttræðisaldri slær í gegn á TikTok – „Ingunn GOÐSÖGN“ 

Íslendingur á áttræðisaldri slær í gegn á TikTok – „Ingunn GOÐSÖGN“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð