fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. maí 2022 14:00

Myndir: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður finnst myrtur í heimahúsi og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta.

Þetta er í sem allra stystu máli efni nýrrar íslenskrar spennusögu, Hvítserkur eftir Maríu Siggadóttur. Útgefandi er Hringaná. Útgefandinn segir að þetta sé spennusaga sem haldi lesandanum í óvissu fram á síðustu stundu.

Það var líka spenna og eftirvænting í loftinu þegar María kynnti verk sitt í útgáfuteiti í Eymundsson Skólavörðustíg síðastliðinn fimmtudag. Hér gefur að líta myndir frá teitinu.

María Siggadóttir, sem hefur skrifað ljóð og sögur frá barnsaldri, býr fyrir austan fjall og starfar við umönnun. Hvítserkur er fyrsta spennusaga höfundar en önnur er í vinnslu ásamt fleiri sögum og ljóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“