Sigga Dögg kynfræðingur og Sævar Eyjólfsson gengu í það heilaga í New York á miðvikudaginn síðastliðin. Nýbökuðu hjónin eru að njóta lífsins í fríi í stórborginni og virðast skemmta sér konunglega.
Sigga Dögg, sem er þekktasti kynfræðingur landsins, rithöfundur, sjónvarpsstjarna og svo margt annað, greindi frá þessu á Instagram.
Hún sagði að athöfnin hefði verið „mjög sóðaleg“ og „algerlega bönnuð innan átján ára.“ En þau ætla að halda „íslenskt ástarpartí í sumar með okkar besta fólki, með fallegum krúttheitum og tjútti.“
„Í gær vorum við gefin saman. Og það var alger sóðabrókarathöfn þar sem heitin voru dónaleg og algerlega bönnuð innan átján ára,“ sagði kynfræðingurinn í Story á Instagram.
„Athöfnin í gær, ómægod það var svo gaman. Vitnin okkar voru fólk sem við vorum að kynnast á djamminu á laugardaginn,“ sagði hún og hló.
„Heitin sem við fórum með, á ensku. Mmm, þau náðust á myndband en ég er ekki viss um að við getum gefið það út. Við vorum í kasti […] Ég leyfði mér að vera eins sóðaleg og ég mögulega gat í heitunum og það var svo skemmtilegt. En svo verðum við krútt á Íslandi í sumar.“
View this post on Instagram
Sigga Dögg og Sævar hafa verið saman í um tvö ár. Sævar er frá Bolungarvík og fyrrverandi fótboltamaður. Þau eiga bæði börn úr fyrra sambandi.
Fókus óskar hjónunum innilega til hamingju með ástina.