fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Melinda Gates rýfur þögnina um framhjáhald Bill Gates

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. mars 2022 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda Gates var komin að þolmörkum þegar hún sótti um skilnað frá Bill Gates, stofnanda Microsoft. E! News greinir frá.

Í maí í fyrra tilkynntu þau að þau væru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Skilnaðurinn gekk í gegn í ágúst og eiga þau saman þrjú börn.

Saman hafa þau gefið margar milljónir Bandaríkjadala í góðgerðarmál í gegnum góðgerðarsamtök þeirra, Bill & Melinda Gates Foundation, og segjast ætla að halda því áfram þrátt fyrir skilnaðinn.

Mannvinurinn og milljarðarmæringurinn settist niður með Gayle King hjá CBS til að ræða um skilnaðinn. Í gær var birt klippa úr þættinum sem kemur út í dag.

Melinda sagði að hún hefði verið í „tilfinningalegu rústi“ eftir að þau tilkynntu skilnaðinn, hún hafi „grátið mikið í marga daga“ og legið á gólfteppinu og hugsað: „Hvernig gat þetta gerst? Hvernig held ég áfram?“

Sjá einnig: Samband Bill og Melindu Gates

Gayle spurði Melindu út í umfjöllun New York Times um að fyrrverandi eiginmaður hennar  hafi „leitast eftir innilegu sambandi við starfsmann fyrirtækisins árið 2000.“  Talsmaður Bill staðfesti orðróminn við fjölmiðilinn og sagði að málið hefði „endað friðsamlega.“

Melinda, 57 ára, segir í viðtalinu að hún hafii fyrirgefið Bill, 66 ára, og þau hafi „unnið í gegnum þetta“  en síðan hafi „komið tímapunktur þar sem það var nóg þarna og ég áttaði mig á því að þetta væri bara ekki heilbrigt og ég gat ekki lengur treyst því sem við áttum.“

Skilnaðurinn reyndist Melindu mjög erfiður, sorgarferlið var flókið og oft breyttist sorg hennar í reiði. En nú horfir hún loksins björtum augum til framtíðar.

„Mér finnst eins og ég sé komin hinum megin við og að nýr kafli sé að hefjast. Ég meina, það er 2022 og ég er virkilega spennt fyrir því sem koma skal og lífinu sem bíður mín,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“