fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Katarina kennir BDSM: ,,Eigum aldrei að skammast okkur fyrir fantasíur og langanir“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 09:00

Katarina Huber. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það verður að leyfa sér að vera berskjaldaður og koma og kynnast fólki. Annars situr maður bara heima, fastur í þeirri hugsun að það sé enginn annar eins og maður sjálfur. En það er ekki rétt, það er til fólk með svipuð áhugamál, og hér vil ég bjóða upp á hlutlaust og öruggt rými fyrir alla að læra, kynnast og þróast, hvort sem það er í gegnum jóga, nudd eða bindingar. BDSM snýst ekki bara um að meiða heldur svo miklu meira og við eigum aldrei að þurfa að skammast okkur fyrir fantasíur og langanir svo lengi sem öryggi og samþykki er til staðar,” segir Katarina stofnandi Spektrum Reykjavík og Reykjavík Ropes, rétt við hafið í Vesturbæ Reykjavíkur.

Katarina Huber er margt til lista lagt og er meðal annars nuddari, jógakennari, fyrirlesari, leiðbeinandi, hönnuður og nemi. Hán er líka norn.

Katarina, er 35 ára og frá Austurríki en heillaðist af Íslandi 18 ára gamalt þegar hán fékk ferð til Íslands i útskriftargjöf. Hán hélt sambandi við íslenska vini sína næsta áratuginn, sneri aftur til Íslands og ákvað í kjölfarið að taka stökkið og flytja til Íslands. ,,Þegar ég lenti á flugvellinum 18 ára gömul vissi ég að ég væri komin heim og mér líður ennþá þannig.“

Mynd/Daria Endresen

Bindingar, niðurlæging, snerting, sársauki

Katarina er lærður grafískur hönnuður, vann á auglýsingastofu í Vínarborg en bjó fyrstu tvö árin á Íslandi í Vestmannaeyjum við nokkuð aðra iðju en hán var vant. ,,Fyrsta árið vann ég í kaffihúsi og það seinna í fiski í Ísfélaginu, sem mér fannst mjög skemmtilegt að upplifa enda mjög ólíkt öllu öðru sem ég hef gert. Mér fannst gaman að búa í Vestmannaeyjum en ég fann ekki alveg minn stað þar.”

Katarina opnaði Spektrum í september í fyrra og segir viðtökurnar hafa verið afar góðar. Þar gefst einstaklingum, pörum og vinum færi á að læra og deila þekkingu um kynhneigð og kyntjáningu, fantasíur og sambönd. Boðið er upp á jóga, nudd, námskeið og fyrirlestra og eru gestirnir á öllum aldri, og öllum kynjum. Meðal námskeiða eru BDSM námskeið á sviði bindinga, niðurlægingar, snertingar og sársauka sem Katarina og bæði innlendir og erlendir gestakennarar kenna. Einnig eru haldnir fyrirlestar um fjölda málefna, til dæmis um líkamsvirðingu og fjölkæri. Spektrum er líka hinsegin miðstöð.

Samþykki og öryggi

Mynd/Saara Rei

Katarina hefur alltaf verið BDSM hneigð og fann bindingar fyrir tæpum fjórum árum. Hán vissi að hán vildi læra meira og fara dýpra ofan í listina við bindingar. Aftur á móti var lítið af fólki hér á landi sem kunni bindingalistina af einhverri alvöru og uppgötvaði hán transmann í Berlín með bindingastíl sem Katarina varð afar hrifin af. ,,Ég ákvað að fá hann til landsins og halda námskeið svo bæði ég, og aðrir með sama áhuga á bindingum, fengju tækifæri til að læra. Og þannig fór þetta af stað. Ég fór að læra meira og æfa mig af krafti, fór á alls konar námskeið bæð erlendis og á netinu og byrjaði að skipuleggja Rope Jam, þar sem fólk hittist, spjallar saman yfir tebolla og prófar sig áfram hvort á öðru. Sjálfu finnst mér ég ekki vera mjög langt komin svo ég kenni bara grunninn, sem ég þekki mjög vel, en fæ reglulega þjálfaða kennara til landsins. Það er ekkert til sem heitir rétt eða röng leið til að stunda BDSM eða bindingar, svo lengi sem það er með samþykki og af öryggi.“

Ekki bara kynferðislegt

Katarina segir aftur á móti mikilvægt að hafa rými á við Spektrum þar sem BDSM sambönd geti orðið mjög áköf. ,,Það er verið að leika sér að svo sterkum tilfinningum og það eru enn svo margir sem finna til sjálfshaturs og skammar. Í  BDSM getum við tekið þessar tilfinningar og leikið okkur með þær ,með samþykki á ,,öruggan” hátt, þar sem allt snýst um traust sem maður þarf að gefa og byggja upp til að geta opnað á þessar tilfinningar.“

Mynd/Tamandua Kinbaku

Hán segir að BDSM þurfi ekki endilega að vera kynferðislegt heldur geti líka verið upplifun allskonar tilfinninga og tengsla, sumum finnist einfaldega gott að stunda bindingar með vinum .  ,,BDSM félagið hefur gert mikið til að upplýsa fólk svo að það veit að það er í lagi að koma og hitta fólk sem vill spjalla, leika og mynda sambönd.”

Leikið með dekkri tilfinningar

Aðspurt um hvað sé kennt nefnir Katarina samskipti, öryggi, upplifun ásamt fjölmörgu öðru. Hvernig skapa skuli umgjörð um BDSM, hvernig lesa beri í líkamann og hvert skref í ferlinu. ,,Það getur margt komið upp þegar verið er að leika sér með dekkri tilfinningar. Hér er líka um hlutverkaleiki að ræða og við kennum samskipti í jafnrétti og hreinskilni að hlutverkinu loknu. Við kennum helstu atriði í notkun reipa og svo eru tæknilegri námskeið í reipum. Við erum með Impact Play námskeið núna í mars þar sem við lærum flengingar og síðustu helgi var til dæmi Shame and Humiliation námskeið með þýskum kennara,  Saara Rei. Núna í apríl kemur þjálfari í dagnámskeið í BDSM, maður á mann.“

Mynd/Daria Endresen

Líkami, hugur, tilfinningar

,,Fólk þróast í gegnum lífið, lærir hvað það vill og hverju það hefur ástríðu fyrir. Síðustu fimm árin hef ég einbeitt mér að því að finna mitt sjálf og hjálpa öðrum að finna sitt líka. Ég byrjaði á líkamlega hlutanum, að fara vel með mig og passa upp á mig. Ég fór að stunda jóga og svo í jógakennaranám, en gerði mér grein fyrir að það er aldrei hægt að aðskilja líkama frá hug og tilfinningum. Maður er ekki alveg meðvitaður um hvað er í gangi inni í manni svo ég sökk dýpra og dýpra inn í sjálfa mig og er enn að að. Ég vildi vita hver ég væri og hvað ég vildi gera í lífinu til að finna hamingjuna. Ég veit að þetta hljómar svolítið tilgerðarlega en er engu að síður satt,“ segir Katarina.

,,Ég hef mikinn áhuga á þessum tengslum andlegrar og líkamlegar heilsu, ég er líka nuddari, hef lært tai jóga nudd og finn hvernig tilfinningar, taugakerfi og líkaminn tengist hjá fólki. Það kemur fram á heilsunni, sérstaklega til lengri tíma ef við vinnum ekki úr tilfinningum og upplifunum”.

Á góðum stað í eigin skinni

Mynd/Markus Zahradnik

Katarina útskýrir að það sé til fjöldi mismunandi tóla til finna sjálfa sig og einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum en með hugrekki og hjálp sé hægt að vinna úr flestum þeim þyngslum sem við burðumst með í gegnum lífið. ,,Jóga var eitt af því sem hefur hjálpað mér en líka hugleiðsla, nudd, bindingar og kakaóserimóníur. Allst snýst þetta um að vera í mómentinu, á góðum stað í eigin skinni”.

Katarina gekk í gegnum erfið sambandsslit í Covid og fór svo langt niður að hán óttaðist að lifa það ekki af. ,,Þá byrjaði að fara til sálfræðings til að leita mér hjálpar og finna betur út hver ég væri, hvað hefði mótað mig og hvernig allt tengdist saman til að gera mig eins og ég er. Sálfræðingurinn varð eitt af mínum tólum til sjálfsskoðunar og ég er á mjög góðum stað í dag”.

Börnum er sama um brjóst

Mynd/instagram.com/natturur

Katarina er non-binary og upplifir sig hvorki sem karl né konu. Hán kallar eftir stefnubreytingu sem umvefji fjölbreytileikann. ,,Ég fór í Bláa lónið í gær ásamt Söru Rei, kennara frá Berlín sem var að kenna helgarnámskeið um Shame og Humiliation í Spektrum Reykjavik. Við erum bæði non-binary/genderfluid og þar af leiðandi ekki í toppum. Það kom til okkar starfsmaður og bað okkur um að hylja okkur ,,út af börnunum”. Hvenær ætlar fólk að skilja að börn sjá ekki brjóst í kynferðislegu ljósi?  Það eru fullorðinir sem eru að gera það og vilja skamma okkur fyrir eigin líkama og það er þeirra vandamál en ekki mitt. Og ég bið fólk vinsamlegast að hætta að nota börn á þennan hátt, börnum er alveg sama um kvenmannsbrjóst”.

Erum ólík, flókin og æðisleg

Katarina benti starfsmanninum á að ekki væri um lögbrot að ræða og eftir að hafa kannað málið nánar baðst starfsmaðurinn afsökunar. Aftur á móti áttu tveir aðrir starfsmenn Lónsins eftir að krefja þau um að fara í toppa áður en dagur var liðinn. ,,Eftir seinna samtalið buðu þau okkur að hitta yfirmenn og það var dásamleg upplifun að geta talað við fólk og útskýrt og rætt okkur, jafnvel þótt upplifunin í sjálfu Lóninu væri það ekki. En við áttum mjög jákvætt samtal, fengum afsökunarbeiðni og sagt að verið sé að móta skýra stefnu og vilja þjálfa starfsmenn um trans-mál.

Mynd/Katarina Huber

Auðvitað er þetta flókið fyrst en við erum alls konar, hvort sem er non-binary eða trans, og það er allt í lagi.  Við eigum að fagna því hversu ólík, flókin og æðisleg við öll erum, segir Katarina Huber, jógakennari, nuddari og reipaleiðbeinandi. Og norn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“