fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Fókus
Föstudaginn 14. janúar 2022 21:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð uppi fótur og fit í stúkunni á Angel Stadium í Anaheim, Kaliforníu á dögunum er kona nokkur ákvað að sýna brjóstin sín til mikillar aðdáunar sumra og mikillar reiði annarra.

Myndband náðist af atvikinu og var því upprunalega deilt á samfélagsmiðlinum TikTok. Síðar meir var því deilt á öðrum samfélagsmiðli, Twitter, eflaust þar sem TikTok er ekki hrifið af því að láta sjást í brjóst kvenna á miðlinum og eyðir slíkum myndböndum umsvifalaust af miðlinum.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað er krossarakappakstur var í gangi á vellinum. Þegar konan sýndi brjóstin sín tóku fjölmargir karlmenn upp gleði sína og byrjuðu að fagna ákaft. Þó voru ekki öll á vellinum ánægð með uppátæki konunnar, önnur kona brást illa við og ákvað að láta kynsystur sína heyra það fyrir að sína brjóstin sín.

„Það eru börn hérna!“ öskraði hún ákaft við litla ánægju karlmannanna í stúkunni sem púuðu á hana fyrir að kvarta undan brjóstunum. „Farðu aftur í sætið þitt!“ heyrist til dæmis í einum karlmanninum öskra til ósáttu konunnar en hún lét sér ekki segjast og hélt reiði sinni áfram.

„Komið henni í burtu,“ heyrist þá í öðrum karlmanni og fljótlega eftir það gekk konan í burtu í sætið sitt. „Sestu aftur niður tíkin þín, já gakktu aftur á þinn stað!“ segir maðurinn á meðan hún gengur í burtu. Þá fögnuðu mennirnir ákaft á meðan hún gekk niður að sætinu sínu.

Fagnaðarlætin virðast ekki hafa farið vel í konuna sem ákveður að snúa við og fara aftur til karlmannanna og konunnar sem sýndi á sér brjóstin. Við það er kastað drykkjum yfir hana og þá hleypur hún af stað og reynir að ráðast á þá menn sem höfðu hæst í orðaskiptunum.

Maður nokkur kemur þá konunni til hjálpar og minnir hana á að hún er með barnið sitt á vellinum og að hún ætti ekki að standa í þessu. Hann leiðir hana í kjölfarið aftur niður að sæti sínu.

Ekki allir á sama máli

Myndbandið sem náðist af atvikinu hefur vakið töluverða athygli en ekki eru allir netverjar á sama máli þegar kemur að því hver hafði rangt fyrir sér. Fjöldi fólks er á því að konan hefði alls ekki átt að sýna brjóstin sín þarna þar sem börn eru á svæðinu.

„Það eru til fullt af stöðum þar sem stelpur geta sýnt brjóstin sín og ábyggilega fengið ágætis pening fyrir það í leiðinni. Það er engin ástæða fyrir því að gera það fyrir athygli á velli sem er fullur af börnum. Við ættum líka öll að hata þegar einhver truflar á meðan kappakstur er í gangi,“ segir til að mynda einn netverji.

Fleiri koma svo konunni sem sýndi brjóstin til varnar. „Ef fullorðið fólk myndi ekki gera svona mikið mál úr þessu þá myndu börnin ekki taka eftir þessu heldur. Enginn myndi móðgast, enginn ætti að móðgast,“ segir til dæmis einn netverji sem stendur með konunni sem sýndi á sér brjóstin.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“