Það varð uppi fótur og fit í stúkunni á Angel Stadium í Anaheim, Kaliforníu á dögunum er kona nokkur ákvað að sýna brjóstin sín til mikillar aðdáunar sumra og mikillar reiði annarra.
Myndband náðist af atvikinu og var því upprunalega deilt á samfélagsmiðlinum TikTok. Síðar meir var því deilt á öðrum samfélagsmiðli, Twitter, eflaust þar sem TikTok er ekki hrifið af því að láta sjást í brjóst kvenna á miðlinum og eyðir slíkum myndböndum umsvifalaust af miðlinum.
Atvikið sem um ræðir átti sér stað er krossarakappakstur var í gangi á vellinum. Þegar konan sýndi brjóstin sín tóku fjölmargir karlmenn upp gleði sína og byrjuðu að fagna ákaft. Þó voru ekki öll á vellinum ánægð með uppátæki konunnar, önnur kona brást illa við og ákvað að láta kynsystur sína heyra það fyrir að sína brjóstin sín.
„Það eru börn hérna!“ öskraði hún ákaft við litla ánægju karlmannanna í stúkunni sem púuðu á hana fyrir að kvarta undan brjóstunum. „Farðu aftur í sætið þitt!“ heyrist til dæmis í einum karlmanninum öskra til ósáttu konunnar en hún lét sér ekki segjast og hélt reiði sinni áfram.
„Komið henni í burtu,“ heyrist þá í öðrum karlmanni og fljótlega eftir það gekk konan í burtu í sætið sitt. „Sestu aftur niður tíkin þín, já gakktu aftur á þinn stað!“ segir maðurinn á meðan hún gengur í burtu. Þá fögnuðu mennirnir ákaft á meðan hún gekk niður að sætinu sínu.
Fagnaðarlætin virðast ekki hafa farið vel í konuna sem ákveður að snúa við og fara aftur til karlmannanna og konunnar sem sýndi á sér brjóstin. Við það er kastað drykkjum yfir hana og þá hleypur hún af stað og reynir að ráðast á þá menn sem höfðu hæst í orðaskiptunum.
Maður nokkur kemur þá konunni til hjálpar og minnir hana á að hún er með barnið sitt á vellinum og að hún ætti ekki að standa í þessu. Hann leiðir hana í kjölfarið aftur niður að sæti sínu.
Myndbandið sem náðist af atvikinu hefur vakið töluverða athygli en ekki eru allir netverjar á sama máli þegar kemur að því hver hafði rangt fyrir sér. Fjöldi fólks er á því að konan hefði alls ekki átt að sýna brjóstin sín þarna þar sem börn eru á svæðinu.
„Það eru til fullt af stöðum þar sem stelpur geta sýnt brjóstin sín og ábyggilega fengið ágætis pening fyrir það í leiðinni. Það er engin ástæða fyrir því að gera það fyrir athygli á velli sem er fullur af börnum. Við ættum líka öll að hata þegar einhver truflar á meðan kappakstur er í gangi,“ segir til að mynda einn netverji.
Fleiri koma svo konunni sem sýndi brjóstin til varnar. „Ef fullorðið fólk myndi ekki gera svona mikið mál úr þessu þá myndu börnin ekki taka eftir þessu heldur. Enginn myndi móðgast, enginn ætti að móðgast,“ segir til dæmis einn netverji sem stendur með konunni sem sýndi á sér brjóstin.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
Supercross in Anaheim got wild😂 @tylerrizzi pic.twitter.com/JU3SujCstG
— BIG KEAT (@Big_keat) January 12, 2022