fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Fókus

Kallaði tengdasoninn „aumkunarverðan“ – „Ég gerði svolítið slæmt“

Fókus
Föstudaginn 7. janúar 2022 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey hefur aldrei verið þekktur fyrir að sitja aftur að sér með gagnrýni, í reynd má segja að hann hafi byggt feril sinn í sjónvarpi á því að liggja engan veginn á skoðunum sínum.

Þetta á ekki bara við um matreiðslu heldur líka um fjölskyldu hans. Hann mætti á miðvikudag í spjallþátt Kelly Clarkson þar sem hann var spurður um álit sitt á tengdasyni sínum, Byron.

Gordon sagði að hann væri stundum illkvittinn hvað varðar ástarlíf dætra sinna. „Ég get verið svolítið illkvittinn stundum. Ég vil bara að það sé hugsa vel um þær og þær séu að hugsa vel um hver aðra.“

Í framhaldi af þessu útskýrði hann að hann hefði mögulega gengið of langt hvað varðar Byron sem er kærasti dóttur hans Megan, en þau tóku nýlega saman aftur eftir langt hlé.

„Ég gerði svolítið slæmt. Megan er byrjuð aftur með fyrrverandi kærastanum sínum, hann heitir Byron. Mér fannst hann í lagi til að byrja með,“ sagði Gordon en bætti við að honum hefði þó þótt Byron heldur blautur. „Þú vilt að dóttir þín sé með karlmanni, en Byron var bara frekar aumkunarverður.“

Kelly Clarkson sagði þá í gríni að Byron væri líklega með hjartað í buxunum að horfa á þáttinn.

„Ég ætla að drepa þetta gerpi,“ sagði Gordon þá.

Gordon greindi svo frá því að hann hafi platað aðra dóttur sína til að gefa honum upp símanúmer Byrons og lofað að hann hefði ekkert misjafnt í huga.

„Hún gaf mér númerið og sagði: Pabbi, ekki gera neitt, og ég svaraði: Nei gefðu mér bara númerið hans, ég þarf að hafa það ef eitthvað kemur upp.“

En það var ekki það sem Gordon hafði í raun og veru í huga.

„Svo ég beið eftir því að þau væru á stefnumóti og hringdi þá í hann í gegnum FaceTime.“

Gordon segir að Byron hafi verið skjálfandi á beinunum þegar hann svaraði og heyrði Gordon segja: „ Byron, þetta er ég ekki framtíðar tengdafaðir þinn“

Gordon ætlaði þarna að ógna Byron aðeins en varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Megan, þekkjandi föður sinn, teygði sig að símtækinu og sleit símtalinu.

Gordon sagði að hann hefði litið á það sem „mjög dónalegt“ enda hafi hann verið í „fínum samræðum“ við drenginn.

Allt þetta var þó á léttu nótunum. Gordon sagðist þó helst vilja að dætur hans bíði með barneignir þar ti þær eru minnst þrítugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Demi Moore birtir gamla mynd af sér og Bruce Willis – Eiginkona hans svarar

Demi Moore birtir gamla mynd af sér og Bruce Willis – Eiginkona hans svarar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heard segir að hlutverk hennar í Aquaman 2 hafi verið minnkað vegna Depp – „Hann reyndi að fá mig rekna“

Heard segir að hlutverk hennar í Aquaman 2 hafi verið minnkað vegna Depp – „Hann reyndi að fá mig rekna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir