fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Íslandsvinur opnar sig um swing – „Ég fór í kynlífssiglingu til að ríða ókunnugum fyrir framan eiginmann minn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. september 2021 22:00

Ali Wunderman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Wunderman er ferðablaðamaður og hefur hlotið verðlaun fyrir skrif sín. Hún skrifar greinar fyrir vefmiðla á borð við Forbes, HuffPost, Vice og Cosmopolitan.

Ali aðhyllist einnig svokallaðan „swinger“ lífsstíl og skrifar reglulega pistla um þann hluta af lífi sínu á vef Cosmopolitan. Eins og í apríl í fyrra sagði hún frá því að hún hefði farið í „stafræna orgíu“ eftir að swingpartýinu var aflýst vegna Covid.

Sjá einnig: Swingpartýinu aflýst vegna COVID-19: „Fórum í stafræna orgíu í staðinn“

Ferðablaðamennskan hefur sent Ali víðs vegar um heiminn, meðal annars til Íslands og varð hún dolfallin fyrir landinu og mætti segja að hún sé mikill Íslandsvinur. Hún hefur ferðast nokkrum sinnum til landsins, ekki nóg með það hefur hún skrifað mikið um landið, bæði fyrir vefgreinar og ferðabækur. Hún hefur þó ekki skrifað um swingsenuna hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ali Wunderman (@aliwunderman)

Í nýjasta pistli sínum fyrir Cosmopolitan segir hún frá svokallaðri kynlífssiglingu (e. sex cruise) sem hún fór í með eiginmanni sínum, Michael. Hún titlar pistillinn: „Ég fór í kynlífssiglingu til að ríða ókunnugum fyrir framan eiginmann minn“ og lýsir ferðinni fyrir lesendur.

Hún var mjög spennt að komast í siglinguna en lítið hefði verið um kynlíf hjá henni mánuðina á undan vegna Covid og samkomutakmarkana. „Ég vissi að orkan yrði frábær og allt öruggt þar sem gestir, starfsmenn og áhöfnin voru bólusett fyrir Covid,“ segir hún.

Ali segir að þetta hafi verið eins og hver önnur skemmtiferðasigling. Skipið sigldi frá París til stranda Normandy og til baka með nokkrum skemmtilegum stoppum. „Dagarnir voru eins og hver annar dagur á öðrum lúxus skemmtiferðaskipum, en á kvöldin var dregið fyrir, leikherbergið opnað og sjóðheit þemakvöld í gangi,“ segir hún.

„Ég viðurkenni að ég var smá feimin í fyrstu, enda ekki búin að eiga mikið félagslíf síðastliðið eitt og hálft ár. En þessir kynþokkafullu ferðalangar voru allir svo yndislegir að það leið ekki á löngu þar til ég var orðin spennt að ríða einhverjum öðrum en eiginmanni mínum.“

Samheldið og fallegt samfélag

Ali fer nánar út í smáatriði í pistlinum sem má lesa hér. Hún segir frá kynlífi hennar og eiginmanns hennar fyrstu dagana og síðan hvernig hún sat í fangi brasilísks karlmanns í heitapotti sem „lék sér við“ hana á meðan eiginmaður hennar horfði á.

En það var á þemakvöldinu sem hún skemmti sér best. Hún var klædd rauðum blúndusamfestingi og fór í leikherbergið með dökkhærðum myndarlegum manni. Nánar er hægt að lesa um þá atburðarrás í pistlinum.

Að lokum segir Ali að eins gaman og það hafi verið að hafa samfarir með ókunnugum fyrir framan eiginmanninn hafi það besta við ferðina verið félagsskapurinn og þetta fallega samfélag sem var þarna um borð.

Lestu pistillinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik