fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Hætt saman fjórum mánuðum eftir fæðingu drengsins – Aðdáendum brugðið vegna færslu deginum áður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. september 2021 09:00

Jason Derulo og Jena Frumes. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jason Derulo og TikTok-stjarnan Jena Frumes eru hætt saman. Söngvarinn greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og sagði að þau hefðu ákveðið „að fara í sundur“ og ætla að einbeita sér að því að ala upp fjögurra mánaða gamlan son þeirra, Jason King.

„Hún er frábær móðir en okkur finnst eins og með því að vera í sundur getum við verið besta útgáfan af sjálfum okkur og eins góðir foreldrar og við mögulega getum,“ skrifaði Jason Derulo á Twitter.

„Vinsamlegast virðið einkalíf okkar á þessum tíma.“

Sambandsslitin koma mörgum á óvart eins og sjá má í svörum netverja á Twitter. Aðeins einum degi áður deildi Jena hjartnæmri færslu í tilefni afmælis Jasons.

„Þú ert myndarlegasta, metnaðarfyllsta, hæfileikaríkasta, kjánalegasta og yndislegasta manneskja í heimi,“ skrifaði Jena í færslu á Instagram á miðvikudaginn, sem hún hefur nú eytt.

„Þú gerir mig heila og ég er svo þakklát fyrir ástina sem við deilum. Þú og [Jason King] gera mig að hamingjusömustu konu í heimi og ég get ekki beðið eftir að búa til fleiri minningar með ykkur.“

Jena hefur ekki tjáð sig um sambandsslitin opinberlega.

Jason og Jena kynntust í ræktinni rétt áður en Covid-faraldurinn hófst. Þau eyddu miklum tíma saman í samkomubanninu og nutu mikilla vinsælda á TikTok þar sem þau deildu reglulega myndböndum saman.

Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í maí 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka
Fókus
Í gær

Sunneva skreytti jólatréð með blómum

Sunneva skreytti jólatréð með blómum
Fókus
Í gær

Segir Kardashian fjölskylduna hafa svindlað sér inn í sviðsljósið – „Við eigu ekki einu sinni að vera hérna“ 

Segir Kardashian fjölskylduna hafa svindlað sér inn í sviðsljósið – „Við eigu ekki einu sinni að vera hérna“ 
Fókus
Í gær

Harðjaxl sjónvarpsþáttanna óþekkjanlegur á strætum stórborgarinnar

Harðjaxl sjónvarpsþáttanna óþekkjanlegur á strætum stórborgarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Slæmar fréttir af veikindum Shannen Doherty

Slæmar fréttir af veikindum Shannen Doherty
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilfinningaþrungin færsla Vitalíu – Á sér eina ósk þetta árið

Tilfinningaþrungin færsla Vitalíu – Á sér eina ósk þetta árið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær stórmerkilegar bækur frá Sögufélagi

Tvær stórmerkilegar bækur frá Sögufélagi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smellur Bonnie var upphaflega saminn fyrir vampírusöngleik

Smellur Bonnie var upphaflega saminn fyrir vampírusöngleik