fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 16:30

Stúlkan hneig niður í hallargarðinum í Versölum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára gömul bandarísk stúlka lést í hinni gríðarlegu hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Loka þurfti þúsundum skóla í Frakklandi.

Stúlkan var í heimsókn í höllinni í Versölum með fjölskyldu sinni síðdegis í gær þegar harmleikurinn skall á. Hneig hún örend niður í hallargarðinum og var starfsfólk Versala kallað til og svo sjúkrabíll. Reyndar voru endurlífgunar en allt kom fyrir ekki. Klukkutíma eftir að hún hneig niður var hún úrskurðuð látin.

Talið er að hún hafi látist úr hjartaáfalli í hinum mikla hita en dánarorsökin hefur ekki verið staðfest og rannsókn á eftir að fara fram. Veikindi gætu einnig hafa átt þátt í andlátinu.

Hitabylgjan á meginlandi Evrópu hefur verið ein sú mesta í langan tíma. Í Frakklandi hefur 2.200 skólum verið lokað.

Umhverfisráðherra landsins, Agnes Pannier-Runacher, tilkynnti að tvær aðrar manneskjur hefðu látist og meira en 300 manns hafa þurft aðhlynningu viðbragðsaðila. Gærdagurinn var heitasti júnídagur í Frakklandi síðan mælingar hófust árið 1947.

Rauð viðvörun er í gangi í landinu líkt og víðar í Evrópu og yfirvöld vara fólk við að vera á ferli á heitasta tímanum, einkum ung börn, gamalt fólk og veikt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli