fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Nýtt merki Háskóla Íslands vekur furðu og úlfúð – „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“ 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. september 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands uppfærði nýlega merki skólans í takt við breyttar áherslur nýtímans. Frá breytingunni var greint fyrir helgi samhliða því að nýtt merki var tekið í notkun. Segja má að breytingin hafi farið þveröfugt ofan í landsmenn, í það minnsta ef marka má viðbrögðin á samfélagsmiðlinum Twitter.

Fellur betur að stafrænni miðlun

„Í tilefni af afmæli HÍ og nýrri heildarstefnu skólans höfum við gert breytingar á myndmerki skólans. Enn er hið kunnuglega andlit mennta- og viskugyðjunnar Pallas Aþenu í fókus sem okkur þykir afar vænt um. Drættirnir hafa hins vegar verið einfaldaðir til að falla betur að stafrænni miðlun sem er orðin helsta birtingin á merkinu.

Þá höfum við breytt stafagerð í sama tilgangi og setjum nú HÍ í háskerpu sem er það heiti sem Íslendingar nota gjarnan um háskólann sinn, háskóla okkar allra. Litur HÍ er blár og í anda stefnunnar nýju um opinn háskóla sem vinnur þvert á einingar. Einn sterkur litur gefur þá mynd að Háskólinn sé án aðgreiningar og hindrana,“ skrifaði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands í pistli til nemenda og starfsfólks sem birtist fyrir helgi.

Dr. Arngrímur Vídalín, aðjunkt í íslenskum bókmenntum segist vona að bara sé um tímabundna breytingu að ræða. „Ég vona að þetta sé bara tímabundið flipp og að við fáum aftur gamla fallega merkið okkar.“

Þó nokkrir hafa undanfarna daga deilt nýju merki skólans og lýst yfir vonbrigðum sínum með breytinguna. Velta því margir fyrir sér hvers vegna merkinu var breytt þar sem almenn ánægja ríkti um það.

Einn tístari segir að þetta hreinlega megi ekki viðgangast. „Þarf ekki að henda í mótmæli? Ekki má þetta viðgangast.“

Annar skrifar: „Aprílgabbið kom of seint/of snemma“

Enn annar sagðist hreinlega vera miður sín: „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“

Aðrir tjá sig bara með eins orða svörum: „Viðbjóður“, „Hörm“

Þó eru ekki allir ósáttir. Einn tístir að nýtt merki sé mun betra fyrir samfélagsmiðla og hitt hafi verið orðið nokkuð erfitt í notkun.

En gagnrýnisraddirnar voru þó mun fleiri.

Háskólinn virðist hafa tekið eftir gagnrýninni, en þegar áhrifavaldurinn Vilhelm Neto spurði hvers vegna hans teikning hefði ekki frekar verið fyrir valinu sem nýja merkið þá svaraði Háskólinn að það hefði vel komið til greina – hefði hugmyndinn komið fram ögn fyrr.

Á þriðjudaginn í næstu viku hefur verið boðað til hádegisfundar þar sem umræðuefnið er „Hvernig er staðið að því að uppfæra 110 ára gamalt vörumerki?“ Þar mun viðskiptafræðideild HÍ ræða um breytinguna á merki skólans og þær áskoranir sem því fylgja. Streymt verður beint frá fundinum og má finna streymið hér þegar þar að kemur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Ásdísar Ránar fetar í fótspor móður sinnar

Dóttir Ásdísar Ránar fetar í fótspor móður sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner hélt svakalegt hrekkjavökupartý

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner hélt svakalegt hrekkjavökupartý
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirlestur um dánaraðstoð á miðvikudag – Að fá að deyja með reisn

Fyrirlestur um dánaraðstoð á miðvikudag – Að fá að deyja með reisn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar fyrir og eftir varafyllingar

Stjörnurnar fyrir og eftir varafyllingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Geimverur nema land – Íslenskar vísindasmásögur

Geimverur nema land – Íslenskar vísindasmásögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tantragúrú heimsótti náttúrulaug á Íslandi og fékk strax standpínu – Stundaði kynmök án hreyfingar

Tantragúrú heimsótti náttúrulaug á Íslandi og fékk strax standpínu – Stundaði kynmök án hreyfingar