fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Fókus
Mánudaginn 13. september 2021 13:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur afhjúpar á blogginu sínu í dag að síðustu fimm ár er hún búin að vinna að ákveðnu verkefni – hún er að skrifa túrbók.

„Ég hef verið undanfarin fimm ár að safna gögnum og ljósmyndum, skrásetja allt saman, fá innsendar upplifanir sam-blæðara, rannsaka sameiginlegar upplifanir og garfast í heimildavinnu og þetta er að fæðast… eða þú veist… er að stækka og dafna, svo maður noti nú fæðingarlíkingarmál,“ segir Sigga Dögg.

Helmingur mannkyns fer á túr á einhverjum tímapunkti og ætti efnið því að höfða til ansi margra. Sigga Dögg segir ennfremur að hún ætli ekki að láta staðar numið við bók um túr, enda fjöldi leiða í boði til að fræða fólk um blæðingar.

„Það er eiginlega bara mest spennandi að sjá hversu langt ég get farið í raunveruleika og raunsæi, þið vitið að ég elska að sýna hlutina NÁKVÆMLEGA eins og þeir eru og reyni aldrei að feika neitt og það er nákvæmlega það sem ég gerði hér. Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar og taka hann út og hreinsa auk þess að mynda bindi og tappa og allskonar… Alveg róleg samt sko – ég ætla ekki að sjokker neinn. Þetta er enn sem komið er bara í minni vörslu en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort túrfræðsla þurfi ekki að fara upp á annað stig… Ég er amk mjög hugsi um þetta mál allt saman, ég meina, við sýnum fæðingar á YouTube, af hverju ekki að kenna almennilega á túr?“ spyr hún á bloggsíðunni.

Greinilegt er að hún er búin að sanka að sér alls konar spennandi efni og verður áhugavert að fylgjast með hvernig hún matreiðir það.

Sigga Dögg slær ekki slöku við. Mynd: Saga Sig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“