fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fókus

Jóhanna Helga varð fyrir hrottalegri nauðgun: „Hann segir bara: „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 10:30

Jóhanna Helga. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Helga er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Jóhanna Helga átti erfiða æsku sem var lituð af áföllum. Hún var misnotuð mjög ung, aðeins fjögurra ára gömul. Hún byrjaði í neyslu átján ára gömul. Hún byrjaði í harðari neyslu og var farin að sprauta sig með fíkniefnum. Hún bjó um tíma á götunni og fór nokkrum sinnum í meðferð áður en hún náði að snúa við blaðinu.

Jóhanna Helga fór í meðferð í Svíþjóð. Hún var send úrr meðferðinni í annan bæ og varð þar fyrir hrottalegri nauðgun.

„Það er svona hús í öðrum bæ sem maður er sendur í til að „cool off“. Ég var eins og hvirfilbylur. Var að fokka í fólki og var bara dólgur. Var ekki að virða tilfinningar annarra. Ég var send þangað og þar var ég bara að drekka. Þar lendi ég í þessari nauðgun. Þetta var ógeðslegt, þetta var hrottalegt,“ segir hún.

Jóhanna Helga var þá 22 ára. Hún og önnur stelpa úr meðferðinni fóru á einhvern veitingastað þarna sem var búið að loka.

„Hún fer með einhverjum öðrum karli, hann kaupir handa henni að borða og þegar þau eru farin þá segir [veitingahúseigandinn] bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér.“ […] Ég bara fraus. Mér er nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi á þessum veitingastað,“ segir hún og bætir við að hún hefði verið svo frosin eftir þetta að þegar maðurinn hefði rétt henni peninga eftir nauðgunina hefði hún tekið við þeim.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins

Dularfullur breskur sjarmör fylgir Tönju Ýri til landsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni