fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Paris Hilton styður Britney – „Hún á skilið að vera frjáls“

Fókus
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel-erfinginn og samkvæmisljónið Paris Hilton segist styðja við frelsisbaráttu söngkonunnar Britney Spears, en sú síðarnefnda stendur nú í ströngu fyrir dómstólum til að fá aftur að taka ákvarðanir um eigið lífið, ákvarðanir sem flestum þykja sjálfgefinn hlutur en Britney hefur ekki fengið að njóta síðustu 13 árin eftir að dómstólar sviptu hana sjálfræði.

Paris ræddi um mál Britney í hlaðvarpi sínu, This Is Paris, en nýjasti þátturinn kom út á mánudaginn. Vísaði Paris þá til þess að í skýrslu sinni fyrir dóm hafi Britney nafngreint Paris og bent á hana sem dæmi um fræga konu sem enginn trúir að hafi gengið í gegnum erfiðleika.

Erfiðleikar Paris úr æsku voru nýlega opinberaðir þegar hún greindi frá grimmilegri meðferð sem hún var látin sæta í heimavistarskóla þegar hún var barn. Britney sagði: „Saga Paris Hilton um það sem henni var gert í þessum skóla, ég trúði henni ekki – Mér þykir það leitt, ég var ekki á staðnum. Og kannski hef ég rangt fyrir mér og þess vegna vildi ég ekki deila sögu minni með almenning. Fólk færi bara að gera grín af mér eða hlæja og segja: Hún er að ljúga, hún á allt til alls, hún er Britney Spears.“

Fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í kjölfarið að Britney væri með þessu að kalla Paris lygara.

Paris segir að þrátt fyrir hvernig Britney orðaði ummæli sín þá hafi þau verið sögð af góðum hug. „Hún meinaði að þegar hún sá heimildamyndina þá hafi hún ekki getað trúað því að þetta hafi gerst. Það sem hún sagði er að þegar fólk heyrir sögurnar okkar þá hugsi það „Ó þetta er Britney Spears, þetta er Paris Hilton. Þær lifa fullkomnum lífum. Hver er að fara að trúa þeim. Ég trúði ekki einu sinni Paris – hver er að fara að trúa mér.“

Orðin hafi bara komið rangt frá Britney, enda var söngkonan í töluverðu uppnámi á meðan hún gaf skýrslu. Það sem Britney hafi verið að reyna að gera var að nota sögu Paris sem dæmi um hvers vegna hún stæði í þeirri trú að henni yrði ekki trúað ef hún stigi fram.

Hún sagði líka í hlaðvarpinu að hún væri stolt af vinkonu sinni fyrir að stíga fram og nota rödd sína. „Ég mun alltaf styðja og elska Britney. Hún er svo góðhjörtuð og yndisleg, og hún á skilið frelsið sitt. Ég hef sagt #FreeBritney í langan tíma og ég mun halda áfram að segja það þangað til hún er frjáls.“

Paris sagði að það væri mikilvægt fyrir fólk sem nýtur þeirra forréttinda að á þau sé hlustað, að nýta þann vettvang til að verja þolendur ofbeldis.

„Við þurfum öll að nota raddir okkar til að vernda þolendur ofbeldis. Hún er svo ótrúlega hugrökk og er fyrirmynd fyrir að segja sögu sína. Ég veit persónulega hversu erfitt það er að stíga fram og deila sögu sinni, og ég vina að Britney viti að hún er elskuð og að allur heimurinn styður hana núna.“

Frétt People

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt