fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. júní 2021 10:01

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er „trend“ á TikTok, sem er nokkurs konar þema, þar sem netverjar deila sögum af því hvernig þeir uppgötvuðu að maki þeirra væri ótrúr. Ein slík saga er saga Samönthu Vargas, en hún hefur svakalega sögu að segja um hvernig hún komst að framhjáhaldi eiginmanns síns.

Samantha vann á næturvöktum en eiginmaður hennar á dagvöktum ,þannig að á daginn var hún með börnin en á kvöldin og næturnar sá hann um þau.

„Ég losnaði ekki úr vinnu fyrr en sjö um morguninn. Einn daginn sagði nágranni minn við mig: „Hey ég hef tekið eftir því að eiginmaður þinn fer að heiman eftir að þú ert farin í vinnu og kemur síðan heim um klukkan 4-5 á morgnanna, áður en þú kemur heim. Ég veit ekki hvort þú veist af því að hann sé að taka börnin með sér.“ Ég hafði ekki hugmynd,“ segir hún.

Samantha tók til sinna ráða og hringdi í yfirmann sinn og lét vita að hún myndi ekki mæta til vinnu þessa nótt. Hún þóttist fara í vinnuna en lagði neðar í götunni. „Hálftíma eftir að ég „fór í vinnuna“ setti hann börnin í bílinn og fór. Ég elti hann og við enduðum fyrir framan eitthvað hús. Ég beið eftir að hann fór inn með börnin og bankaði svo upp á,“ segir hún.

„Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?“ Þannig hann kom til dyra og var pirraður. Hann hafði ekki hugmynd um hvernig ég komst að þessu. Ég fór inn í húsið og þessi gella var með myndir af börnunum mínum á veggjunum, ég er ekki að grínast. Hún sagði að hún hefði vitað af mér og hefði verið sama og þau væru búin að vera saman í ár. En hún var ósátt við að ég vissi af henni og hún sagði við hann að hann þyrfti að velja á milli mín og hennar, því nú vildi hún ekki vera lengur viðhaldið þar sem ég vissi af því.“

Sagan stigmagnast ansi hratt á þessum tímapunkti. „Hann varð reiður, reyndi að ræna börnunum, beindi byssu að mér, fór í fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og hér erum við.“

@samanthalashaevar##stitch with @mamatoria28 part 2♬ original sound – Samantha Vargas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“