fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Þarf að verja sambandið vegna stærðarmunarins – „Já, mér finnst hann mjög heitur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur hefur fundið sig í þeirri stöðu að þurfa að verja samband sitt við barnsföður sinn vegna stærðarmunar þeirra. Konan, Sienna Keera, frá Ástralíu, segir að hún hafi strax laðast að unnusta sínum, leikaranum George Keywood, eftir að hafa séð hann í sjónvarpsþættinum Just Do Nothing.

Í kjölfarið sendi hún honum skilaboð á Instagram og þau byrjuðu að tala saman Hún flaug til Bretlands árið 2019 til að heimsækja hann og flutti endanlega þangað árið 2020. Þau eru nú trúlofuð og eiga barn saman.

Sienna deilir reglulega myndum og myndböndum af þeim á TikTok. Í samtali við News.au segist hún reglulega fá særandi athugasemdir um samband þeirra vegna stærðar George.

Fjölskyldan. Skjáskot/TikTok

„Fólk veldur mér svo miklum vonbrigðum, það er svo dómhart gagnvart unnusta mínum því hann er stór maður,“ segir Sienna.

„Það heldur að eitthvað annað en ást búi að baki því að ég sé með honum.“

@siennakeeraAnswer to @the_real_baljeet7 our story 💗 ##fyp

♬ original sound – SiennaKeera

Sienna segir að algengasta spurningin sem hún fái að heyra er hvort henni finnst „George í alvöru aðlaðandi.“

„Ég er hrifin af stórum gaurum, þannig já mér finnst hann mjög heitur.“

George segist vera við hestaheilsu.

Sienna er einnig reglulega spurð hvers vegna hún hjálpar honum ekki að léttast ef henni þykir „í alvöru vænt um hann.“

„Ég glími við engin heilsufarsvandamál,“ segir George. „Ég er ekki með sykursýki, engin vandamál.“

Hann segir að læknir hans hafi verið verulega hissa yfir „góðri heilsu“ hans og þó svo að hann væri „með hátt BMI“ þá skipti það hann ekki máli.

„Ég mun lifa lengi og sjá son minn vaxa úr grasi. Horfumst líka í augu við það að við deyjum öll hvort sem er eftir sextugt.“

@siennakeeraMy future husband 💕 ##fyp

♬ WHY IS EVERYONES BOYFRIEND HOT – julia

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix