fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Nýja kynlífs-kenningin sem tröllríður TikTok – „Þetta var bilað!“

Fókus
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný kynlífskenning hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlinum TikTok og taldi kynlífsfræðingur News.com.au að þessa kenningu væri vert að sannreyna.

„Sú saga gengur á TikTok, að ef þú þambar kaffi rétt áður en þú leikur þér þá máttu eiga von á kröftugri fullnægingu,“ segir Nadia Bokody.

„Að sjálfsögðu varð ég að kanna hvort að Z-kynslóðin hefði nokkuð til síns máls“

Nadia segir að kaffi-fullnægingar-æðið hafi fyrst komist á flug þegar TikTok-arinn @cupofalexx_official deildi myndskeiði þar sem hann sagði að einn kaffibolli gæti bætt fullnæginguna um fimmtíu prósent. Þá leið ekki á löngu áður en aðrir TikTok-arar tóku við keflinu og deildu sínum eigin færslu um þessa kenningu.

@cupofalexx_official✨COFFEE ADDICTS HAVE MORE FUN✨ #coffee #ssmama #arizona #arizonacheck #attention #tiktokmom #women #sisters #momsoftiktok♬ original sound – Alexx

Í einu myndbandi þambar kona rótsterkan bolla og hverfur svo inn í svefnherbergi. Þegar hún snýr aftur er hún með úfið hár og löðrandi í svita. ~„Þetta var bilað! Ég mun alltaf gera þetta hér eftir. Yfirleitt fæ ég það einu sinni eða tvisvar- en í þetta skiptið var það sextán sinnum. ÞETTA VAR GALIÐ,“ segir hún.

@jugrandoni#stitch with @cupofalexx_official #greenscreen #VideoSnapChallenge #fyp #foryourpage #foryou #foryoupage #xyz #xyzcba #relationship #woman #coffee♬ original sound – Julia Grandoni

Nadia veltir fyrir sér hvort kaffi-kenningin geti mögulega verið rétt. Vissulega valdi koffín útvíkkun æða, sem eykur blóðflæði. Margir séu hálf ómögulegir á morgnanna þar til eftir fyrsta bollann. Hins vegar hafi engar rannsóknir verið gerðar á því hvort að áhrif koffíns gæti í æxlunarfærunum. Ein rannsókn frá 2018 á rottum hafi bent til þess að tengsl geti verið milli kynlífs og koffínneyslu, en kvenkyns rottur sem fengu koffín voru meira til í tuskið en þær rottur sem voru koffínlausar.

„Það er samt engin slík rannsókn til á fólki í dag svo ég leitaði til sérfræðings til að fá úr því skorið hvort að kaffi gæti bætt kynlífið mitt,“ segir Nadia.

Hún talaði við kvensjúkdómalækni sem sagði að það væri alls ekki útilokað að kaffi geti aukið á unað. En áhrifin væru líklega minniháttar. Nadia ákvað að láta sjálf á þetta reyna.

„Niðurstaðan? Þetta var ekki beint þessi ólýsanlega reynsla sem TikTok lofaði mér og ég var ekki nálægt því að fá það sextán sinnum, en ég er ekki frá því að fullnægingin hafi verið kraftmeiri en vanalega. Eða kannski voru það bara lyfleysuáhrif.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“