fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 22:00

Madison Dastrup - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madison Dastrup hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum eins og TikTok og YouTube þar sem hún fjallar aðallega um líf sitt sem húsmóðir. Madison er rétt rúmlega tvítug og hefur mörgum fundist furðulegt að hún sækist í svo íhaldssamt hlutverk. Sem húsmóðir þá sér Madison um heimilið á meðan eiginmaður hennar sér um að vinna til að afla tekna. Madison og eiginmaður hennar trúlofuðust þegar þau voru 18 ára gömul og giftust svo ári síðar. Þegar þau voru 21 árs gömul fluttu þau út saman og eignuðust fyrsta barnið sitt í kjölfarið.

Á TikTok ræðir Madison mikið um hlutverk sitt sem húsmóður en hún segist alltaf hafa langað að eyða lífinu sem slík. „Það að elda fyrir eiginmanninn minn er mín leið til að sýna honum hvað ég er þakklát fyrir allt sem hann gerir fyrir fjölskylduna okkar. Með því að elda uppáhalds matinn hans þá sýni ég honum að ég er að hugsa um hann,“ segir hún til að mynda í einu myndbandi á samfélagsmiðlinum.

Eins og áður segir þá hafa myndbönd þessarar ungu húsmóður vakið athygli en The Sun fjallaði til að mynda um hana og myndböndin hennar. „Að geta verið heima og gera alla þessa litlu hluti til að þjóna þeim sem eru í kringum mig veitir mér svo mikla hamingju,“ segir Madison en hún segir að eiginmaður hennar hafi ýtt henni út í að vera betri og duglegri sem húsmóðir.

„Hann sagði við mig að ég þyrfti að gera betur, þið ættuð ekki að láta það þurfa að gerast,“ segir Madison. „Eftir að hann talaði við mig gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að gera betur og síðan þá hef ég ekki litið til baka, ég er orðin að eiginkonunni og móðurinni sem mig langaði alltaf að verða.“

Madison hefur einnig vakið athygli á TikTok fyrir skoðanir sínar á femínisma en hún segist vera á móti þeirri hugmyndafræði. „Femínismi í dag er brandari,“ segir hún til að mynda í einu myndbandi. „Femínismi í dag fer á móti því sem femínistar fortíðarinnar stóðu fyrir. Þeim finnst karlmennska vera eitruð og ég neita að vera hluti af því. Þær segjast alltaf styðja konur en svo þegar konur vilja vera húsmæður þá er það ekki lengur staðan. Við erum öll með mismunandi drauma og það er ekkert að því. Draumastarfið þitt gæti verið mín versta martröð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“