fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fókus

Komst að framhjáhaldi kærastans – Svar hans kom henni að óvörum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 13:20

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf jafn ömurlegt að komast að því að makinn er að halda framhjá. Ung kona að nafni Mariah Majik komst nýlega að því að kærastinn væri henni ótrúr og þegar hún sendi honum skilaboð um málið fékk hún „ógeðslegt og átakanlegt svar“.

Hún deilir skjáskotum af samtali þeirra í myndbandi á TikTok.

Mariah komst að því að kærasti hennar til sjö ára væri skráður á nokkrar stefnumótasíður. Parið bjó saman í Los Angeles en hann var staddur í Flórída að heimsækja fjölskyldu sína þegar hún uppgötvaði svik hans.

Kærastinn var á stefnumótasíðunni Hinge til dæmis. Skjáskot/TikTok

Mariah sendi honum skilaboð og fékk mörg skilaboð til baka, sem hún lýsir sem „ógeðslegum.“

Maðurinn viðurkenndi strax að hann hefði verið að tala við aðrar konur í gegnum stefnumótaforrit, eins og Hinge og Tinder. Hann sagðist ekki hafa geta „staðist mátið að koma mér í vandræði“.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er gauradæmi“ sagði hann.

„Mér finnst gaman að tala við margar stelpur. Það er bara eitthvað ferskt og eitthvað nýtt. Ég veit ekki af hverju.“

Hann sagðist aldrei hafa haldið framhjá í persónu, en viðurkenndi að hann hefur talað við fjölda kvenna á netinu. Ástæðan fyrir því að hann hitti aldrei konurnar er örugglega önnur en þú heldur, hann sagði það vera því það yrði örugglega „of mikið vesen að skipuleggja það“.

„Ég hélt ekki framhjá, ég hitti ekki neina. Ég reiknaði með því að það yrði of mikið vesen að skipuleggja það þannig ég nennti ekki einu sinni að reyna, þú ert alltaf að fylgjast með mér […] og ég vildi ekki vera gómaður,“ segir hann.

„Þannig ég ákvað að vera bara á stefnumótasíðunum og það var fínn meðalvegur, ég komst upp með það og var með þér. Já ég vildi aðrar stelpur en bara útaf þessu eina hlut.“

Sjáðu skjáskotin hér að neðan. Þú getur séð fleiri í myndbandinu neðst í greininni.

Skjáskot/TikTok
Skjáskot/TikTok

Mariah pakkaði í töskur og fór með hundana sína tvo heim til móður sinnar. Hún þakkar netverjum allan stuðninginn á þessum erfiðu tímum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@mariahmajikwelp. ##cheater♬ Sunset Lover Night Trouble – SelteMemset

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5