fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Kokteilar til að kæta í Kóvid – Mamma þarf kaffitíní, Corona Sunrise og Sóttkvíarkokteillinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 19:00

Fáðu þér kokteil um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid er vissulega að taka sinn toll. Við vorum að klára þriggja vikna samkomubann og opnuðu barir á ný fyrir nokkrum dögum. En gilda þó enn strangar reglur varðandi fjöldatakmörk og grímunotkun. Þá er gott að muna að maður er manns gaman, rífa fram spil og bjóða nánum vinum í einn drykk.

Uppskriftirnar voru fengnar frá TikTok, Seacost Moms og Forbes.

Drykkurinn er vinsæll á TikTok.

Corona Sunrise

Þessi sumarlegi drykkur hefur verið að vekja mikla athygli á TikTok undanfarið. Netverjar skiptast á að prófa þennan drykk, sem virðist smakkast betur en hann hljómar.

 • Corona í gleri
 • 30 ml tekíla
 • 90 ml appelsínusafi
 • Dass af grenadine
 • Límónusneið

Drekktu úr Corona-flöskunni þar til komið er niður að merki.

Bættu við tekíla, appelsínusafa og grenadine.

Skreyttu með límónusneið.

Faraldursbollan er fersk. Mynd/Getty

Faraldursbolla

Ef þú vilt ekki blanda alltaf einn drykk í einu, þá skellurðu í gamalds „bollu“, það er að segja stór kokteiluppskrift í könnu. Þennan er best að undirbúa með fyrirvara.

 • 1 flaska hvítvín
 • 330 ml Sprite
 • 350 ml límonaði
 • 2 bollar frosin ber
 • 1/3 bolli sykur

Blandaðu hvítvíni, límonaði, ávöxtunum og sykrinum í könnu.

Settu lok yfir og geymdu í ísskáp yfir nótt.

Bættu við Sprite og fylltu glas með klaka áður en þú hellir drykknum.

Screwdriver með tvisti

Einfaldasti drykkurinn og stútfullur af C-vítamíni. Ertu að drekka kokteil eða heilsudrykk?

 • 120 ml vodka
 • 1 tsk. ylliberjasíróp
 • 120 ml appelsínusafi

Fylltu glas með klaka.

Settu vodka og ylliberjasíróp í glasið.

Fylltu með appelsínusafa, hrærðu og njóttu.

Garibaldi. Mynd/Getty

Garibaldi

Klassískur og einfaldur kokteill sem klikkar ekki.

 • 45 ml Campari
 • Ferskur appelsínusafi

Settu tvo ísmola í glas.

Bættu við Campari og dassi af appelsínusafa, blandaðu vel.

Bættu við einum ísmola og fylltu glasið af appelsínusafa. Skreyttu með appelsínusneið

Engifermargaríta.

Engifermargaríta

Kröftugur og öðruvísi kokteill sem hressir þig við. Mögulega gott við kvefi. Eða ekki.

 • 60 ml tekíla
 • 30 ml ferskur límónusafi*
 • 1,5 msk agavesíróp
 • 15 ml ferskur engifersafi*

*ef þú nennir ekki að kreista sítrónu og gera engifersafa, kauptu bara tilbúið til að einfalda verkin.

Blandaðu tekíla og límónusafa saman.

Bættu síðan við agavesírópinu og engifersafanum.

Sóttkvíarkokteillinn.

Sóttkvíarkokteillinn

Þessi er í fínni kantinum en með einföldum hráefnum. Þú þarft kokteilaglas ef þú vilt gera upplifunina alvöru.

 • 30 ml Cointreau
 • 30 ml trönuberjasafi
 • 45 ml gin
 • 15 ml eplasafi

Toppað með kampavíni – eða freyðivíni

Settu Cointreau, trönuberjasafa, gin og eplasafa í kokteilhristara með klaka og hristu vel saman í 10-15 sekúndur.

Sigtaðu vökvann í kalt kokteilglas. Fylltu glasið með kampavíni og skreyttu með eplasneið.

Mamma þarf kaffitíní.

Mamma þarf kaffitíní

Þessi er einfaldur en orkumikill. Eftir langan dag með börnin heima þá eiga allir foreldrar þennan skilið – fljótandi eftirréttur til að skála í þegar heimilið er komið í ró. Ef þú ert barnlaus þá áttu hann samt skilið. Því halló, COVID!

 • 120 ml vodka
 • 60 ml Kahlua
 • 60 ml ískaffi eða espresso

Fylltu kokteilhristara með klaka.

Notaðu skotglas til að mæla vodkað, eða ekki. Farðu bara eftir tilfinningu ef þetta hefur verið erfiður dagur.

Settu jafn mikið af Kahlua og kaffi.

Hristu og sigtaðu í kokteilglas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Enn einn framhjáhaldsskandallinn skekur Kardashian fjölskylduna

Enn einn framhjáhaldsskandallinn skekur Kardashian fjölskylduna