fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Komst að tvöföldu lífi eiginmannsins á lygilegan hátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. mars 2021 09:01

Ótrúlegt mál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona afhjúpar hvernig hún fletti ofan af tvöföldu lífi eiginmanns síns á lygilegan hátt.

Breska konan Yve Gibney kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum, Maurice, á skemmtistað í Lagos, Nígeríu. Þau giftust eftir aðeins þriggja mánaða samband seint á tíunda áratug síðustu aldar.

Þau voru gift í sautján ár en það er óhætt að segja að hjónaband þeirra hafi verið nokkuð óhefðbundið. Yve, sem er 60 ára, skrifaði bók um hjúskaparbrot eiginmannsins, Face Of A Bigamist.

Yve Gibney.

Yve útskýrir í samtali við Birmingham Live að þau hafi til að byrja með búið saman í Miðausturlöndum, þar sem Maurice vann í olíuiðnaðinum. En eftir að þau eignuðust son, sem er 22 ára í dag, flutti hún til Birmingham. Þau voru því í sundur marga mánuði á ári.

„Eftir á að hyggja hefur það þýtt að við bárum ótrúlegt traust hvort  til annars, að búa svona hvort í sínu lagi. Þetta var ekki hefðbundið hjónaband, en fyrir okkur gekk það upp. Ég treysti honum og elskaði hann skilyrðislaust, og mér fannst hann elska mig á sama hátt,“ segir hún.

Á lokaárum hjónabandsins urðu ferðir eiginmannsins til Birmingham og dvalir þar sífellt styttri og sjaldgæfari. Hún hélt að hann væri að glíma við aukið vinnuálag en komst seinna að sannleikanum.

Maurice.

Hin eiginkonan

Sannleikurinn var sá að Maurice var að halda framhjá Yve. Maurice kynntist Suzanne Prudhoe í Oman í september 2011. Þau gengu í það heilaga í mars 2013. Meðal brúðkaupsgesta voru fjölskyldumeðlimir Maurice, sem voru enn vinir Yve á Facebook.

Þó svo að Maurice og Yve hafi skilið að borði og sæng tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið þá voru þau enn gift samkvæmt lögum.

Yve komst að nýja hjónabandi eiginmannsins á Facebook. „Ég var að skoða Facebook og sá mynd af tveimur systrum hans þar sem þær voru fínt klæddar, eins og þær væru á leið í brúðkaup,“ segir hún.

„Ég fékk það á tilfinninguna að eiginmaður minn hefði gifst einhverri annarri, en vinkona mín sagði: „Láttu ekki svona. En ég gat ekki losnað við tilfinninguna.“

Suzanne Prudhoe

Yve komst svo loksins að sannleikanum. „Ég komst að þessu á Facebook. Ég fann síðuna hennar og það var mynd af henni á brúðkaupsdaginn hennar, að giftast eiginmanni mínum. Ég vissi að þetta væri hann en trúði því samt ekki,“ segir hún.

Á þessum tíma þóttist Maurice ennþá vera í Miðausturlöndum, þrátt fyrir að vera aðeins 160 kílómetra í burtu. Yve hafði samband við nýja tengdafjölskyldu Maurice og komst að því að þau hefðu ekki hugmynd um að hann væri enn giftur. Hann hafði sagt þeim að þau hefðu skilið fyrir mörgum árum.

Árið 2014 hlaut Maurice skilorðsbundinn dóm í sex mánuði fyrir tvíkvæni. Hann er enn giftur Suzanne Prudhoe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið