fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fókus

Klikkuðustu slúðursögurnar í Hollywood

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 21. mars 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau ríku og frægu þurfa oft að sætta sig við að um þau sé slúðrað eins og enginn sé morgundagurinn. Orðrómur getur verið þrálátur og oft tekst ekki að kveða hann niður, þó aldrei sé hægt að sanna hann.

STEVIE WONDER ER EKKI BLINDUR

Tónlistarmaðurinn frægi Stevie Wonder var fyrirburi. Augu hans höfðu ekki þroskast nægilega og því hefur hann verið blindur frá fæðingu. Eða hvað? Sú kenning hefur gengið lengi að Stevie geti í raun séð, annað hvort að hluta eða fullkomlega. Margar stjörnur eru meðal þeirra sem trúa þessu, til dæmis Boy George, Lionel Richie og körfuboltastjarnan Shaquille O‘Neil.

WALT DISNEY GEYMDUR FROSINN UNDIR DISNEYLANDI

Þrálátur orðrómur er þess efnis að maðurinn að baki stórfyrirtækinu Disney, Walt Disney sjálfur, sé geymdur frosinn undir skemmtigarðinum Disneylandi. Þar bíði líkamsleifar hans þess tíma að hægt verði að lífga hann við. Fjölskylda hans hefur ítrekað þvertekið fyrir að nokkur sé hæft í þessum sögusögnum. Hann hafi verið brenndur og ösku hans dreift í Kaliforníu. En samsæriskenningasinnar eru ekki sannfærðir.

AVRIL LAVIGNE ER DÁIN

Söngkonan Avril Lavigne var kornung þegar hún sló fyrst í gegn og er það líklega ástæða þess að sumir aðdáendur hennar telja að hún hafi dáið árið 2003 og verið skipt út fyrir tvífara sinn. Kenningunni til stuðnings vísa menn til þess að textar laga Avril hafi orðið þyngri og fatastíll hennar breyst mikið á þessum tíma. En þar gleymir fólk að reikna með því að söngkonan var að fullorðnast.

BEYONCÉ ÞÓTTIST VERA ÓLÉTT

Ekki voru allir sannfærðir um að söngkonan Beyoncé hefði sjálf gengið með frumburð sinn, Blue Ivy, og töldu margir myndir af söngkonunni frá meðgöngunni benda til þess að hún væri með gervi-óléttubumbu. Segir sagan að það hafi verið staðgöngumóðir sem gekk með barnið fyrir hana svo sönggyðjan þyrfti ekki að ganga sjálf í gegnum þær breytingar sem verða á líkamanum á meðgöngu. Önnur saga segir að Beyoncé sé ekki einu sinni móðir Blue Ivy heldur sé stúlkan framhjáhaldsbarn eiginmanns Beyoncé, Jay Z, sem þau hafi ákveðið að ala upp sem sitt eigið.

KHLOÉ KARDASHIAN ER RANGFEÐRUÐ

Árum saman hefur sú saga gengið að ein Kardashian-systirin sé rangfeðruð. Systurnar Kim, Kourtney og Khloé eru dætur Kris Jenner og lögmannsins Roberts Kardashian, en margir töldu Khloé of ólíka systrum sínum til að vera alsystir þeirra. Hins vegar væri hún lík íþróttamanninum O.J. Simpson, en Robert Kardashian var einmitt lögmaður Simpsons þegar hann var ákærður fyrir morð. Hins vegar hefur Khloé látið rannsaka erfðaefni sitt og þar sást að hún á sömu foreldra og systur hennar.

OPRAH ER SAMKYNHNEIGÐ

Oprah er frægasti spjallþáttastjórnandi heims og vita nánast allir með fullu viti hver hún er. Hún hefur verið gift Stedman Graham síðan árið 1986. Sá orðrómur gekk þó um hríð að hún spilaði fyrir hitt liðið og þótti vinskapur hennar við sjónvarpskonuna Gayle King vera grunsamlega náinn. Oprah hefur þó bent á að ef hún væri samkynhneigð þá hefði hún alls enga ástæðu til að fela það.

KEANU REEVES ER ÓDAUÐLEGUR

Leikarinn Keanu Reeves má eiga það að árin hafa farið mjúkum höndum um hann. Það er líklega ástæða þess að sumir telja að hann sé hreinlega ódauðlegur. Þeir sem trúa þessu hafa fundið málverk og ljósmyndir frá ýmsum tímum mannkynssögunnar til að styðja við kenningar sínar, en líklega er þar aðeins um líkindi að ræða. Keanu hefur tekið vel í þennan orðróm og ekkert sérstaklega vísað honum á bug.

J-LO TRYGGÐI AFTURENDANN

Það er alveg óskiljanlegt hvaðan þessi orðrómur kemur en því er haldið fram að söngkonan Jennifer Lopez, eða J-Lo, hafi tryggt á sér afturendann fyrir gífurlegar fjárhæðir. Jennifer hefur þó bent á að jafnvel þó slíkar tryggingar væru fáanlegar, sem þær eru ekki, þá gæti hún ekki ímyndað sér hvað fælist í slíkri tryggingu. Bætur ef rassinum á henni yrði stolið?

Hver man ekki eftir þessum kjól?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021
Fókus
Í gær

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk