fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

„Fáránleg mýta um titrara og konur sem þarf að kveða niður núna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. febrúar 2021 15:10

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir að það séu nokkrar mýtur um titrara og konur sem þurfi að kveða niður og það sem fyrst.

Í pistli á News.au segir Nadia að ýmsir kostir fylgi starfi hennar og á hún gríðarlegt safn af alls konar kynlífstækjum. En hún hefur ekki alltaf átt svona fjölbreytt úrval af titrurum.

Sjá einnig: Fór í „swing partý“ og þetta lærði hún

„Eins og svo margar konur þá trúði ég þeirri lygi að titrarakaup væru aðeins fyrir sorglega einmana konur sem geta ekki fundið karlmann. Að titrari gæti aldrei verið jafn góður og „þetta alvöru“ og ég myndi að öllum líkindum verða ónæm og að kynlíf yrði eyðilagt fyrir mér að eilífu,“ segir hún.

„Ég veit það núna að þessar langsóttu mýtur eru til að halda konum kynferðislega bældum, ekki til að bjarga okkur frá lélegu kynlífi.“

Nadia segir að það felist ákveðið vald í því að konur geri sér grein fyrir og eigni sér eigin ánægju. En á sama tíma fylgi því ákveðin ógnun að samfélagi sem forgangsraðar karlkynsánægju framar öllu öðru.

„Þess vegna leggjum við sem samfélag svona mikla áherslu á að kenna stúlkum að líkami þeirra sé gerður fyrir fórnir og óþægindi, og við förum varlega framhjá því að tala um ánægjuna sem þær eiga að finna,“ segir hún.

Sjá einnig: Afhjúpar ástæðuna fyrir því að konur horfa á klám

„Ef ánægja, og þar með þægindi, er framandi fyrir konu, þá er hún ólíklegri til að verða konan sem svarar fyrir sig í vinnunni, setur eigin þarfir í forgang í sambandi og viðurkennir þegar hún upplifir sársauka þegar hún stundar kynlíf sem hún vill helst ekki stunda.“

Nadia kveður niður þrjár algengar og „fáránlegar“ mýtur um titrara og konur.

Mýta 1: Konur verða ónæmar

Fyrsta mýtan sem hún kveður niður er að titrarar geri konur ónæmar með tímanum.

„Pældu í þessu. Ég set 200 krónur í einn af þessum nuddstólum í hvert skipti sem ég fer í verslunarmiðstöðina, og síðast þegar ég athugaði þá hef ég ekki misst tilfinninguna í bakinu og hálsinum,“ segir hún.

Mýta 2: Titrarar eru ógn fyrir karlmenn

„Þetta er reyndar satt, en aðeins fyrir mjög óörugga karlmenn,“ segir hún.

„Ég tala sem kona sem hefur verið í hamingjusömu sambandi í fjögur ár, ef makinn þinn er öruggur þá mun kynlífstæki ekki ógna honum. Það mun frekar kveikja í honum.“

Mýta 3: Þú verður háð titraranum

Sex & The City þátturinn þar sem Charlotte verður háð titraranum sínum virðist hafa haft þau áhrif að konur óttist að þær muni loka sig inni í herbergi dögum saman í von um endalausar fullnægingar,“ segir Nadia.

„En það er ástæða fyrir því að „titrarafíkn“ er ekki til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna