fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

„Fáránleg mýta um titrara og konur sem þarf að kveða niður núna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. febrúar 2021 15:10

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir að það séu nokkrar mýtur um titrara og konur sem þurfi að kveða niður og það sem fyrst.

Í pistli á News.au segir Nadia að ýmsir kostir fylgi starfi hennar og á hún gríðarlegt safn af alls konar kynlífstækjum. En hún hefur ekki alltaf átt svona fjölbreytt úrval af titrurum.

Sjá einnig: Fór í „swing partý“ og þetta lærði hún

„Eins og svo margar konur þá trúði ég þeirri lygi að titrarakaup væru aðeins fyrir sorglega einmana konur sem geta ekki fundið karlmann. Að titrari gæti aldrei verið jafn góður og „þetta alvöru“ og ég myndi að öllum líkindum verða ónæm og að kynlíf yrði eyðilagt fyrir mér að eilífu,“ segir hún.

„Ég veit það núna að þessar langsóttu mýtur eru til að halda konum kynferðislega bældum, ekki til að bjarga okkur frá lélegu kynlífi.“

Nadia segir að það felist ákveðið vald í því að konur geri sér grein fyrir og eigni sér eigin ánægju. En á sama tíma fylgi því ákveðin ógnun að samfélagi sem forgangsraðar karlkynsánægju framar öllu öðru.

„Þess vegna leggjum við sem samfélag svona mikla áherslu á að kenna stúlkum að líkami þeirra sé gerður fyrir fórnir og óþægindi, og við förum varlega framhjá því að tala um ánægjuna sem þær eiga að finna,“ segir hún.

Sjá einnig: Afhjúpar ástæðuna fyrir því að konur horfa á klám

„Ef ánægja, og þar með þægindi, er framandi fyrir konu, þá er hún ólíklegri til að verða konan sem svarar fyrir sig í vinnunni, setur eigin þarfir í forgang í sambandi og viðurkennir þegar hún upplifir sársauka þegar hún stundar kynlíf sem hún vill helst ekki stunda.“

Nadia kveður niður þrjár algengar og „fáránlegar“ mýtur um titrara og konur.

Mýta 1: Konur verða ónæmar

Fyrsta mýtan sem hún kveður niður er að titrarar geri konur ónæmar með tímanum.

„Pældu í þessu. Ég set 200 krónur í einn af þessum nuddstólum í hvert skipti sem ég fer í verslunarmiðstöðina, og síðast þegar ég athugaði þá hef ég ekki misst tilfinninguna í bakinu og hálsinum,“ segir hún.

Mýta 2: Titrarar eru ógn fyrir karlmenn

„Þetta er reyndar satt, en aðeins fyrir mjög óörugga karlmenn,“ segir hún.

„Ég tala sem kona sem hefur verið í hamingjusömu sambandi í fjögur ár, ef makinn þinn er öruggur þá mun kynlífstæki ekki ógna honum. Það mun frekar kveikja í honum.“

Mýta 3: Þú verður háð titraranum

Sex & The City þátturinn þar sem Charlotte verður háð titraranum sínum virðist hafa haft þau áhrif að konur óttist að þær muni loka sig inni í herbergi dögum saman í von um endalausar fullnægingar,“ segir Nadia.

„En það er ástæða fyrir því að „titrarafíkn“ er ekki til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“