fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að konur horfa á klám

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. desember 2020 11:30

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody afhjúpar ástæðuna fyrir því að konur horfa á klám, í nýjum pistli á News.au.

Hún segir að hún hafi fyrst séð klám þegar hún var tólf ára gömul og fann Playboy tímarit sem var í eigu föður hennar.

„Síðan þá hef ég verið með það á heilanum,“ segir hún.

Þegar hún var 22 ára og var að skoða tölvu þáverandi kærasta síns, fann hún möppu sem var full af myndböndum sem hræddu hana og æstu í senn.

„Ég byrjaði að fróa mér yfir myndböndunum þegar hann fór í vinnu. Mér byrjaði að leiðast takmarkað úrvalið þannig ég leitaði að meira klámi á netinu. Ég notaði leitarorð eins og „MMF“, „Milf“ og „Bondage“ og leitaði að atriðum þar sem var fjöldi karlmanna og aðeins ein kona,“ segir hún.

„Því eldri sem ég varð því meiri átök áttu sér stað innra með mér varðandi þennan ávana minn. Hvernig gat ég, kona sem skilgreinir sig sem femínista, sem hefur talað gegn kynferðislegri áreitni og hlutgervingu kvenna, haldið áfram að horfa á klám með góðri samvisku? Hvað sagði það um mig að ég fengi ánægju úr því að horfa á konur í ólíkum niðrandi aðstæðum?“

Heimspekileg kreppa

Nadia segir að þetta sé heimspekileg kreppa sem margar konur upplifa. „Þrátt fyrir að sjálfsfróun kvenna sé oft tabú, þá gerum við það samt flestar. Samkvæmt Pornhub eyða konur meiri tíma í að horfa á klám en karlmenn (einni mínútu og 14 sekúndum lengur) og við erum mun líklegri til að leita að leitarorðum eins og „hardcore“ og „rough sex“.“

Nadia spyr sig hvort að konur séu að svíkja kynsystur sínar í leiðinni. „Svarið er ekki eins augljóst og þú heldur,“ segir hún.

„Það er auðvelt að halda því fram að harðkjarna klám leiði til raunverulegs ofbeldis, en rannsóknir þess efnis eru ekki afgerandi. Sumar rannsóknir benda í hina áttina,“ segir hún og vísar í tvær rannsóknir. Tékkneska rannsókn sem skoðaði kynferðisofbeldisglæpi á meðan klám var bannað í Tékklandi, og eftir að það var leyft. Tilkynningum um barnaníð fækkaði verulega í kjölfarið þess að það var leyft.

Hún vísar síðan í 25 þúsund manna könnun þar sem niðurstöðurnar voru að klámnotendur voru líklegri til að styðja konur í stjórnmálum, konur sem vinna utan heimilisins og réttindi kvenna.

Nadia Bokody.

„Við erum augljóslega ekki með öll svörin. En það er möguleiki að vandinn við klám tengist siðferði, frekar en staðreyndum.“

Nadia segir að það séu femínistar sem halda öðru fram. „Að útbreiðsla kláms hafi sett kvenréttindabaráttuna mörg ár aftur í tímann og hafi þess í stað neytt konur í kynlífsvinnu. En þessi hugmyndafræði hunsar kynfrelsi og fjárhagslegt sjálfstæði sem klámiðnaðurinn hefur gefið mörgum konum. Hún einfaldar einnig vandann um of, frekar en að taka mið að því að klámiðnaðurinn, eins og annar iðnaður, sé flókinn og fjölhliða.“

Ekki fullkomið

Nadia segir að þetta þýði samt ekki að það séu ekki skemmd epli innan klámbransans. Hún segir að það sé mikilvægt að samfélagið tali um klám og klámiðnaðinn svo að jákvæðar breytingar geti átt sér stað.

„Ég var komin á fertugsaldur þegar ég komst loksins að því af hverju ég átti svona erfitt með klámáhorf mitt. Það var ekki af því að ég var að horfa á aðra konu vera niðurlægða, heldur því ég hafði lært að konur gætu ekki verið kynferðislegar og sterkar á sama tíma, það að verða vitni að konu stunda kynlíf, var að verða vitni að skömm,“ segir Nadia.

„Sannleikanum sagt þá er fátt jafn kraftmikið og kona sem er óhrædd við að vera kynferðisleg í heimi sem reynir að þagga niður í okkur. Ég veit ekki um neitt sem er femínískara en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell