fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Kaupir notuð nærföt til að heilla eiginmann sinn – „Mér finnst ekkert að því“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 12:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að kveikja neistana aftur í sambandinu með því að koma Vic á óvart með rómantísku kvöldi,“ segir kona sem kölluð er Apple í þættinum Extreme Cheapskates sem birtur var á YouTube-rás TLC.

Í þættinum sýnir Apple hvernig hún undirbýr kvöldstundina á sem ódýrastan máta. „Venjulega konan eyðir hundruðum dollara í hárgreiðslu eða vax. Ég ætla að finna leið til að eyða undir 100 dollurum í allt saman fyrir kvöldið,“ segir Apple en hún byrjar á að finna sér föt fyrir kvöldið.

Hún fer í búð sem selur notuð föt og hyggst kaupa nærföt þar. „Það að kaupa notuð nærföt er frábær leið til að krydda upp á hlutina í svefnherberginu,“ segir hún. „Sumum finnst það ógeðslegt að kaupa notuð nærföt en mér finnst ekkert að því.“

Apple velur sér nokkur pör og fer í mátunarklefana. Þá þefar hún af einum nærbuxunum. „Ég velti því fyrir mér hversu margir hafa klæðst þessum streng áður,“ segir hún í kjölfarið. Hún velur sér svartan náttkjól og prúttar við starfsmann búðarinnar. Hún segist ætla einnig að kaupa slopp og spyr hvort hún geti ekki fengið afslátt ef hún kaupir þessa tvo hluti. Starfsmaðurinn neitar en þá segir Apple að þetta sé að fara að bjarga hjónabandinu hennar. Þá fær hún afslátt upp á tvo dollara.

Eftir þetta fer Apple á fleiri staði þar sem hún reynir að fá sem besta verðið. Hún mætir til að mynda sjálf með hárlengingar á hárgreiðslustofuna og sitt eigið vax á snyrtistofuna. Starfsmaðurinn á snyrtistofunni vildi þó ekki nota hennar vax. Þá fékk hún fríar ilmvatnsprufur fyrir kvöldið í snyrtivöruverslun. Starfsfólkið í búðunum var ekki svo hrifið af henni. „Hún er fín stelpa en hún kemur hingað alltaf en kaupir aldrei neitt.“

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“