fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Kaupir notuð nærföt til að heilla eiginmann sinn – „Mér finnst ekkert að því“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 12:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að kveikja neistana aftur í sambandinu með því að koma Vic á óvart með rómantísku kvöldi,“ segir kona sem kölluð er Apple í þættinum Extreme Cheapskates sem birtur var á YouTube-rás TLC.

Í þættinum sýnir Apple hvernig hún undirbýr kvöldstundina á sem ódýrastan máta. „Venjulega konan eyðir hundruðum dollara í hárgreiðslu eða vax. Ég ætla að finna leið til að eyða undir 100 dollurum í allt saman fyrir kvöldið,“ segir Apple en hún byrjar á að finna sér föt fyrir kvöldið.

Hún fer í búð sem selur notuð föt og hyggst kaupa nærföt þar. „Það að kaupa notuð nærföt er frábær leið til að krydda upp á hlutina í svefnherberginu,“ segir hún. „Sumum finnst það ógeðslegt að kaupa notuð nærföt en mér finnst ekkert að því.“

Apple velur sér nokkur pör og fer í mátunarklefana. Þá þefar hún af einum nærbuxunum. „Ég velti því fyrir mér hversu margir hafa klæðst þessum streng áður,“ segir hún í kjölfarið. Hún velur sér svartan náttkjól og prúttar við starfsmann búðarinnar. Hún segist ætla einnig að kaupa slopp og spyr hvort hún geti ekki fengið afslátt ef hún kaupir þessa tvo hluti. Starfsmaðurinn neitar en þá segir Apple að þetta sé að fara að bjarga hjónabandinu hennar. Þá fær hún afslátt upp á tvo dollara.

Eftir þetta fer Apple á fleiri staði þar sem hún reynir að fá sem besta verðið. Hún mætir til að mynda sjálf með hárlengingar á hárgreiðslustofuna og sitt eigið vax á snyrtistofuna. Starfsmaðurinn á snyrtistofunni vildi þó ekki nota hennar vax. Þá fékk hún fríar ilmvatnsprufur fyrir kvöldið í snyrtivöruverslun. Starfsfólkið í búðunum var ekki svo hrifið af henni. „Hún er fín stelpa en hún kemur hingað alltaf en kaupir aldrei neitt.“

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Í gær

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“
Fókus
Í gær

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin