Mánudagur 08.mars 2021
Fókus

Eva birtir kostulegt myndband- „Guði sé lof fyrir góða tannlækna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran bókstaflega grætur úr hlátri á myndbandi sem hún birti á Instagram í dag, en hún þakkar sínu sæla fyrir góða tannlækna. „Blindur bakstur fer vel af stað! Guði sé lof fyrir góða tannlækna“

„Málið er það að ég lenti í smá tannveseni þegar ég var lítil, hún datt og hún dó og hún var löguð og svo hefur hún ekki verið nógu góð. Svo var ég að laga mig til og ég lít svona út sem sagt,“ segir Eva Laufey í myndbandinu áður en hún hallar sér til hliðar úr mynd.

Þegar hún birtist svo aftur vanar í hana aðra framtönnina.

„Ég er rosa fín frú hérna frammi og svo kem ég og laga tennurnar hérna inn á milli,“ segir Eva, örlítið smámælt, og skellihlær.

Hún er sem sagt komin með góm með gervitönn og þegar hún tekur út góminn þá að sjálfsögðu vantar í hana framtönnina.

„Þetta er ekki hægt,“ segir fjölmiðlakonan og þurrkar burt tárin sem hláturinn hefur kallað fram.

Eva Laufey vinnur nú að nýjum þáttum sem heita blindur bakstur en af Instagraminu hennar má sjá að meðal gesta hjá henni er sjálfur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, en hann er mikill kökuskreytingamaður og er sérstaklega duglegur við það áhugamál þegar styttist í kosningar.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kattarmyndband slær í gegn – 60 milljónir í áhorf á 4 dögum

Kattarmyndband slær í gegn – 60 milljónir í áhorf á 4 dögum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auglýsingin sem er að gera allt vitlaust – Kynsvall í jakkafötum

Auglýsingin sem er að gera allt vitlaust – Kynsvall í jakkafötum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill að konur gangi um með byssur – Þetta er ástæðan

Vill að konur gangi um með byssur – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur tekur ummæli sín til baka og skýtur á Bjarna Ben

Vilhjálmur tekur ummæli sín til baka og skýtur á Bjarna Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku – Bjó í hjólhýsi þar sem ofbeldi var daglegt brauð

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku – Bjó í hjólhýsi þar sem ofbeldi var daglegt brauð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“
Fókus
Fyrir 4 dögum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur