fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Agndofa þegar sendillinn henti pakkanum í hana – Síðan sá hún ástæðuna

Fókus
Föstudaginn 26. nóvember 2021 22:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur deildi því á TikTok að hafa lent í furðulegri uppákomu nýlega þegar pósturinn kom með sendingu til hennar. Konan, Jennifer, deildi sögunni með fylgjendum sínum og fjallaði The Sun um málið í dag.

„Ég var búin að bíða í tvær til þrjár vikur eftir þessari sendingu,“ segir hún í myndbandinu. Á myndbandið hefur hún skrifað textann Takk Royal Mail en ástæðan fyrir því er nokkuð skondin.

„Fyrst kom sendillinn 23. nóvember en ég missti af honum, svo reyndi hann aftur í gær og ég missti aftur af því, svo ég hafði ekki hugmynd um hvað væri verið að reyna að koma til mín. Ég hugsaði: Ég er ekkert búin að vera að panta neitt – því ég hafði steingleymt pöntuninni.“

Loksins þegar pósturinn hitti á Jennifer heima kom sendillinn og hálf fleygði pakkanum til hennar.

„Sendillinn bara kom og ég bókstaflega kom til dyra á sloppnum og hann bara hendir pakkanum í gegnum dyrnar.“ 

Jennifer botnaði ekkert í sendlinum. Hvers vegna hafði hann fleygt þessu bara í hana og hálf rokið í burtu? Það var þegar Jennifer loksins skoðaði sendinguna sem hún áttaði sig á ástæðunni.

„Ég trúi þessu ekki. Á helvítis pakkningunni. Ég veit ekki hvort þið getið séð þetta en þarna stendur, bara fyrir hvern sem er að lesa, nákvæmlega hvað ég pantaði – titrara með sogi.“ 

Jennifer sýnir svo pakkann og mikið rétt – þarna stendur nákvæm innihaldslýsing.

„Vá svo allir á fjandans pósthúsinu og sendillinn vita að ég var að panta mér titrara.“ 

Jennifer tók þessu þó ekki mikið inn á sig en bætti við að lokum:

„Eins gott að þessi titrari sé fjandi öflugur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“