fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Raunveruleikastjarna úr „16 and pregnant“ tólf árum seinna – Sannleikurinn á bak við myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikkole Ledda kom fram í raunveruleikaþættinum „16 and pregnant“ á MTV fyrir tólf árum síðan. Hún byrjaði með barnsföður sínum þegar hún var þrettán ára, varð ólétt fimmtán ára og eignaðist son sinn mánuði eftir sextán ára afmælisdaginn.

Í dag á hún þrjú börn og er gift öðrum manni. Fyrsti barnsfaðir hennar, Josh Drummonds, sem kom fram í þáttunum, sat inni í fangelsi frá 2012 til byrjun árs 2016. Hann fór aftur inn nokkrum árum síðar og er þar enn. Nikkole hefur opnað sig á samfélagsmiðlum um ofbeldið sem hann beitti hana og áfallastreituröskunina sem hún glímir við í kjölfarið.

Nikkole nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok. Þar hefur hún birt ýmis myndbönd og hafa tvö þeirra vakið sérstaklega mikla athygli.

Í öðru þeirra birtir hún myndir af sér, móður sinni, syni sínum og fleiri sem komu fram í þættinum fyrir tólf árum, þá og nú.

@nikkoleleddaOkay but how cute is my son!? 12 years later ##16andpregnant ##teenmom ##youngmom♬ The Strumbellas – Spirits – Alikhan

Í hinu myndbandinu afhjúpar hún sannleikann á bak við myndir sem hún hefur deilt á Instagram í gegnum árin. Myndbandið er átakanlegt. Hún glímdi við fátækt á tímabili og var föst í ofbeldissambandi.

@nikkoleleddayou never know what someone’s going through behind closed doors ##singlemom ##16andpregnant♬ original sound – anna

Josh situr nú í fangelsi og segir Nikkole að hann muni ekki losna fyrr en árið 2026. Hann var handtekinn í lok apríl 2019 fyrir vörslu og sölu fíkniefna sem og vopnað rán. Nikkole sagði í Story á Instagram í september að Lyle, sem nú er tólf ára, var hafi ekki hitt föður sinn í fimm ár.

„Ég er að glíma við mörg áföll eftir þetta samband sem ég er ekki búin að ná bata frá og veit ekki hvort ég muni einhvern tíma geta það,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Í gær

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“