fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Hugrún Birta krýnd Miss World Iceland án þess að taka þátt í keppni

Fókus
Mánudaginn 15. nóvember 2021 10:25

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir verður fulltrúi Íslands í Miss World Iceland 2021 í desember.

Miss World Iceland afhjúpar nýkrýndu drottninguna í færslu á Instagram. Hugrún Birta var valin þrátt fyrir að taka ekki þátt í fegurðarsamkeppni eins og tíðkast en þetta er í annað skipti sem Miss World Iceland velur fulltrúa með þessum hætti.

Árið 2019 var Kolfinna Mist Austfjörð valin sem fulltrúi þjóðarinnar. Það vakti talsverða athygli á sínum tíma þar sem Kolfinna Mist er frænka Lindu Pétursdóttur, umboðsaðila Miss World á Íslandi og fyrrverandi fegurðardrottningar.

Sjá einnig: Linda Pé valdi frænku sína sem fulltrúa Íslands í Miss World

Keppnin verður haldin 16. desember næstkomandi í Púertó Ríkó.

Hugrún er reynslubolti þegar kemur að fegurðarsamkeppnum. Hún var krýnd Miss Supranational í Miss Universe Iceland árið 2019.

Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en systir Hugrúnar er fyrrverandi fegurðardrottningin Ingibjörg Egilsdóttir. Amma þeirra, Esther Garðarsdóttir, var valin Ungfrú Reykjavík árið 1959.

Sjá einnig: Ingibjörg Egils deilir ótrúlegri sögu af ömmu sinni – Fegurðarsamkeppnin breytti öllu fyrir einstæða móður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla