fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Sakamál: Frumsýningardagurinn var síðasti dagurinn í lífi hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. október 2021 20:00

Jessie Blodgett. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Jessie Blodgett var 19 ára gömul og lifði blómstrandi og gefandi lífi þegar hún fyrirvaralaust var rænd því með grimmilegum og óskiljanlegum hætti.

Jessie bjó í borginni Hartfort í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur lagði hún gjörva hönd á margt. Hún var tónlistarkennari, kenndi bæði á píanó og fiðlu, og hún varði tíma og orku í ýmis mannúðar- og baráttumál, meðal annars fyrir réttindum dýra og gegn ofbeldi gegn konum.

Jessie var einbirni samrýmdra hjóna og ástúðarfullra foreldra, þeirra Buck og Joy Blodgett.

Að kvöldi sunnudagsins 14. júlí árið 2013 tók Jessie þátt í frumsýningu á uppfærslu leikhúss í Hartfort á söngleiknum Fiðlarinn á þakinu, en hún lék á fiðlu í verkinu. Síðar um kvöldið fór hún í partý þar sem leikarar í uppfærslunni, starfsfólk og ýmsir vinir og kunningja fögnuðu frumsýningunni.

Þetta var sundlaugarpartý sem var haldið á sveitabýli í nokkurri fjarlægð frá Hartford. Þegar Jessie kom heim til sín síðla kvölds virtist liggja illa á henni. Aðspurð lét hún þó ekki í ljós við foreldra sína að neitt væri að og fór að sofa.

Morguninn eftir fóru bæði Buck og Joy til vinnu en Joy kom heim aftur í hádeginu. Henni til undrunar var dauðaþögn í húsinu en á þessum tíma var Jessie vanalega með nemendur í tónlistarkennslu. Það var raunar nemandi mættur í tíma en sem hafði árangurslaust knúið dyra.

Joy fór inn í herbergi dóttur sinnar og þar lá Jessie hreyfingarlaus í rúminu. Á hálsi hennar voru ummerki sem bentu til þess að hún hefði verið kyrkt. Joy hringdi skelfingu lostin í neyðarlínuna og lögregla kom á vettvang.

Það var raki í hári og húð stúlkunnar og svo virtist sem líkið hefði verið þvegið. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt og áður en hún var myrt hafði hún verið bundin í rúminu og misnotuð kynferðislega. Engin ummerki voru hins vegar um innbrot í húsið.

 Hvað gerðist í sundlaugarpartíinu?

Sögusagnir og dagbókarfærslur Jessie sjálfrar bentu til þess að nokkrir menn, mun eldri en hún, á fertugs- og fimmtugsaldri, hefðu verið ágengir við hana, vikurnar fyrir dauða hennar. Í dagbókinni segir Jessie segir að sumir menn sé að misnota vináttu hennar og sækjast eftir einhverju sem aldrei hafi verið í boði.

Þá voru raddir sem töldu að Jessie kynni að hafa verið áreitt alvarlega í sundlaugarpartíinu sem haldið var eftir frumsýninguna. Lögregla hafði tal af þeim manni sem helst hafði verið bendlaður við áreitni við Jessie, en það var 46 ára gamall maður sem átti kærustu.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn hafði trausta fjarvistarsönnun fyrir mánudagsmorguninn 15. júlí og ljóst að hann hafði ekki komið nálægt heimili Jessies og foreldra hennar á þessum tíma.

En skömmu síðar varð rannsókn á allt öðru afbroti til þess að morðinginn fannst.

Yfirbugaði hnífamann

Þremur dögum fyrir morðið á Jessie var ráðist á tvítuga stúlku, Melissu Etzler, er hún var á gangi með hundinn sinn í almenningsgarði. Maður vopnaði hnífi réðst á hana og felldi hana um koll. Melissa barðist á móti og svo fór að hún náði hnífnum úr höndum árásarmannsins. Er þau voru að kljást um hnífinn bað árásarmaðurinn um að fá að flýja af vettvangi. Hún sleppti takinu og hann hljóp burtu.

Melissu tókst að gefa lögreglu góða lýsingu á manninum, sem og bíl sem hann hafði farið upp í og ekið í burtu á, en það var blár Dodge Caravan. Er lögregla fletti skráningarnúmeri bílsins upp þá reyndust eigendurnir vera miðaldra hjón. Hvorugt þeirra passaði við lýsingu Melissu á útliti árásarmannsins.

En fólkið átti tvítugan son að nafni Daniel Bartelt. Teikning hafði verið gerð af árásamanninum eftir lýsingu Melissu á honum og Daniel leit nákvæmlega eins út og maðurinn á þeirri mynd.

Drápsfýsn eina ástæðan

Þegar Daniel Bartelt mætti til boðaðrar yfirheyrslu hjá lögreglu hélt hann að lögreglumennirnir ætluðu að ræða við sig um Jessie Blodgett en ekki um Melissu Etzler. Það kom fljótt í ljós að hann og Jessie höfðu verið vinir og reyndar kærustupar um skeið.

Daniel var hæfleikaríkur fiðluleikari og var almennt vel liðinn. Höfðu hann og Jessie tekið saman þátt í tónlistar- og leikhúsverkefnum. Daniel var ekki á sakaskrá og allir sem til hann þekktu töldu hann vera friðsaman og meinlausan náunga.

Yfirheyrslur og rannsókn lögreglu leiddu hins vegar smám saman í ljós að hann hafði komið heim til Jessie að morgni mánudagsins 15. júlí. Hann hafði bundið hana niður í rúmið, nauðgað henni og síðan kyrkt hana.

Daniel játaði árásina á Melissu í almenningsgarðinum en hann játaði aldrei að hafa myrt Jessie. En sönnunargögn gegn honum voru nægileg til að sakfella hann.

Talið er að Daniel hafi myrt Jessie af einskærri drápsfýsn, hann hafi verið haldinn leyndri, óslökkvandi þrá eftir því að nauðga og myrða. Rannsókn á tölvunotkun hans ýtti undir þessa kenningu. Eftir að árásin á Melissu í almenningsgarðinum misheppnaðist ákvað hann að velja sér þægilegra fórnarlamb, einhvern sem þekkti hann og treysti honum.

Daniel Bartelt var dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gurra minnist sonar síns sem lést fyrir þremur árum – „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér“

Gurra minnist sonar síns sem lést fyrir þremur árum – „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð ástfangin af besta vin eiginmannsins – Bað svo eiginmanninn að koma og búa með þeim

Varð ástfangin af besta vin eiginmannsins – Bað svo eiginmanninn að koma og búa með þeim
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“